Fara í efni  

Fjármögnun verkefna

Helstu viðmið vegna útlána 2023:

  1. Vegin meðaláhætta allra útlána ársins verði ekki hærri en 10%.
  2. Miðað skal við að áhætta vegna eins eða fleiri tengdra aðila fari ekki yfir 10% af eigin fé stofnunarinnar á hverjum tíma.
  3. Sköpun eða varðveisla varanlegra starfa verði í forgrunni.
  4. Að nægjanlegt eiginfjárframlag sé til nýrra verkefna.
  5. Að trúverðugar rekstraráætlanir sýni fram á greiðslugetu.
  6. Að öllu jöfnu verði fjármögnun stofnunarinnar til nýrra verkefna en ekki endurfjármögnunar.

Kaup á hlutafé og styrkveitingar 2023

Stofnuninni verði heimilt að verja allt að 50 mkr. til þátttöku í hlutafjáraukningu í félögum sem hún er þegar hluthafi í til að styrkja fjárhag þeirra og verja hagsmuni sína. Skoðaðir verða möguleikar á styrkveitingum eftir því sem fjárveitingar og fjárhagsstaða stofnunarinnar gefur tilefni til.

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389