Fara í efni  

Fréttir

Nýta sérstöðuna og styrkja innviði

Nýta sérstöðuna og styrkja innviði
Frá íbúaþinginu - mynd KÞH.

Skilaboð íbúa við Öxarfjörð

Til að efla byggð við Öxarfjörð á að byggja á sérstöðu svæðisins, nýta sóknarfæri sem felast m.a. í matvælavinnslu, ferðaþjónustu og jarðhita og að standa vörð um grunnþjónustuna. 

Þetta var þátttakendum efst í huga, á íbúaþingi í Öxarfjarðarhéraði, sem haldið var í Lundi, helgina 16.-17. janúar.  Á þingið mættu 60 manns og þrjár kynslóðir, frá 25 ára til tæplega níræðs, ræddu um styrkleika, tækifæri og framtíðarsýn þessa svæðis.  „Samstaða, áræði og sóknarkraftur“  var meðal þess sem þátttakendur sögðu í lok þingsins.

Bæta þarf innviði, eins og nettengingar, afhendingaröryggi rafmagns og útvarpsskilyrði.  Brýn verkefni blasa við í vegamálum, s.s. að ljúka síðasta kafla Dettifossvegar. Þátttakendur lýstu áhyggjum af minnkandi þjónustu og fækkun starfa á vegum hins opinbera og fyrirtækja. 

Standa þarf vörð um heilbrigðisþjónustuna, tryggja leikskóla, bæði á Kópaskeri og í Lundi og standa þétt við starfsemi grunnskólans í Lundi.  Þörf er á fleiri úrræðum í húsnæðismálum sem ásamt góðri þjónustu leik- og grunnskóla og atvinnutækifæri, er forsenda þess að laða ungt fólk heim aftur.

Sóknarfæri í atvinnumálum felast í ferðaþjónustu og matvælavinnslu.  Fram komu fjölmargar hugmyndir um eflingu þeirrar ferðaþjónustu sem fyrir er og ný tækifæri. 

Öxarfjarðarhérað er landbúnaðarsvæði og austurhluti þess er á eina svæði landsins þar sem ekki hefur komið upp riða. Þátttakendur þingsins vildu efla landbúnað og skoða leiðir til frekari vinnslu.

Jarðhiti er dýrmæt auðlind svæðisins og vegna hans hefur byggst upp öflugt fiskeldi og grænmetisræktun.  Varpað var fram hugmyndum um frekari nýtingu jarðhita, m.a. til atvinnusköpunar og heilsutengdrar ferðaþjónustu. 

Rætt var um markaðssetningu á svæðinu í heild, gerð nýrrar heimasíðu fyrir svæðið og stuðning við þau fyrirtæki sem til staðar eru.  Kallað var eftir dýpkun Kópaskershafnar og sértækum byggðakvóta.  Fram kom áhugi á fleiri möguleikum til flokkunar sorps og bættri upplýsingamiðlun á því sviði.  Loks var rætt um möguleika til móttöku flóttafólks.

„Gaman saman“, var viðfangsefni eins hóps á þinginu, sem kortlagði það sem í boði er á svæðinu og ræddi hvernig mætti búa til fleiri tækifæri fyrir fólk að hittast.

Þingið markaði upphaf að samráði við íbúa í þróunarverkefni á svæðinu við Öxarfjörð og  það er eitt af verkefnum á vegum Byggðastofnunar, í svokölluðum „Brothættum byggðum“.  Samstarfsaðilar Byggðastofnunar eru Norðurþing, Eyþing, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og íbúar svæðisins og er verkefnisstjórn skipuð fulltrúum þessara aðila.  Verkefnisstjóri er Silja Jóhannesdóttir, en hún gegnir jafnframt því hlutverki á Raufarhöfn.   Á þinginu var valið nafn á verkefnið, „Öxarfjörður í sókn“.  Umsjón með íbúaþinginu var í höndum Sigurborgar Kr. Hannesdóttur frá Ildi, þjónustu og ráðgjöf. 

Verkefnisstjórn og –stjóri munu nú vinna að stefnumótun, markmiðssetningu og skilgreiningu verkefna, upp úr skilaboðum þingsins.  Íbúar munu jafnframt vinna að ýmsum málum sem rædd voru á þinginu og fylgja þeim eftir.  

Hér má sjá myndir frá fundinum.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389