Fara í efni  

Fréttir

Styrkir til meistaranema 2015

Stjórn Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum þann 18. maí að styrkja þrjú verkefni meistaranema um 250.000 krónur hvert.

Auglýsing um styrkina birtist þann 28. mars sl. og rann umsóknarfrestur út á miðnætti 19. apríl. Alls bárust 11 umsóknir. Áskilið var að verkefni sem sótt var um verkefni til hefðu skírskotun til markmiða eða aðgerða núgildandi byggðaáætlunar.

Verkefnin sem styrki hljóta eru:

Hagkvæmni nýtingar sjávarhita á norðurslóðum; raundæmi Önundarfjörður (Feasibility of Ocean Heat Extraction in Subarctic Ocean; Case Study Önundarfjörður)
Umsækjandi: Majid Eskafi, meistaranemi við Háskólasetur Vestfjarða.

Þessi hagkvæmnisathugun mun svara eftirfarandi rannsóknar­spurningum:

  1. Hverjar eru forsendur í sjónum með tilliti til hita á mismunandi dýpi o.fl., varðandi notagildi varmadælna?
  2. Hverjar eru haffræðilegar lykilbreytur og hvar er besta staðsetningin fyrir varmadælur í þessum tiltekna firði?
  3. Hvaða tækni til varmadælingar hæfir best nýtingu sjávarhita?
  4. Er orkuframleiðsla með varmadælum í sjó sjálfbær og hagkvæmur kostur fyrir íbúa í Önundarfirði? 

In this thesis following research questions will be answered:

  1. What are seawater conditions such as temperature, depth, etc in order to heat pumping in Önundarfjörður?
  2. What are the oceanographic key parameters and where is the best location with respect to the fjords heat pumping potential?
  3. What equipment for heat extraction can be considered?
  4. Are there any feasibility of sustainable energy service from heat pumping in Önundarfjörður for the local.

Viðmót og þolmörk samfélags gagnvart ferðaþjónustu í þéttbýli. 
Umsækjandi: Jóhanna María Elena Matthíasdóttir, meistaranemi við Háskólann á Hólum.

Rannsóknin miðar að því að rannsaka viðmót heimamanna á Akureyri til ferðaþjónustu og með viðtölum og vettvangsrannsóknum að greina þolmörk samfélaga út frá upplifun heimamanna í samskiptum þeirra við ferðamenn og sambúð við ferðaþjónustu.

Eldri íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum: Athafnir, þátttaka og viðhorf til þjónustu.
Umsækjandi: Margrét Brynjólfsdóttir, meistaranemi við Háskólann á Akureyri.

Markmið rannsóknarinnar er að skoða líkamlegt ástand, þátttöku umhverfi og heilbrigðis- og félagsþjónustu við einstaklinga sem eru 65 ára og eldri og búa heima á sunnanverðum Vestfjörðum. Sérstök áhersla er lögð á að skoða athafnir og þátttöku þátttakenda.

Öllum umsækjendum er þakkað fyrir þátttökuna. Þeim sem styrki hlutu að þessu sinni er óskað velfarnaðar. 

(Frétt breytt 20.05.2015)


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389