Fara í efni  

IPA - Instrument for Pre-Accession Assistance

67 umsóknir um IPA-verkefnisstyrki

Umsóknarfrestur um IPA styrki til verkefna á sviði atvinnuþróunar og byggðamála og velferðar- og vinnumarkaðsmála, rann út 30. nóvember sl. Alls bárust 67 verkefnistillögur með umsókn um styrki en gert er ráð fyrir að styrkt verði allt að 20 verkefni um land allt.  Til ráðstöfunar eru u.þ.b. 8.3 milljónir evra eða sem nemur 1,3 milljörðum ÍKR árinu 2013.

Verkefni sem styrkt verða skulu taka mið af "Ísland 2020" stefnumörkuninni og vera unnin í samstarfi a.m.k. þriggja aðila. Lágmarksstyrkur til hvers verkefnis er 200 þús. evrur, um 33 milljónir ÍKR, og að hámarki ein milljón evra, eða um 165 milljónir ÍKR.

Umsóknirnar skiptast nokkuð jafnt á milli landshluta sem og forgangssviðanna tveggja. Umsóknirnar fara nú í faglegt mat íslenskra og erlendra sérfræðinga og niðurstöðu er að vænta í apríl nk.

Auglýst eftir IPA-verkefnistillögum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins auglýsti eftir hugmyndum að IPA-verkefnum á Íslandi en markmið þeirra er að undirbúa mögulega þátttöku í uppbyggingarsjóðum ESB komi til aðildar að sambandinu.

Auglýst er eftir verkefnum á sviði:

  • Atvinnuþróunar og byggðamála
  • Velferðar- og vinnumarkaðsmála

Til ráðstöfunar eru u.þ.b. 8,3 milljónir evra.  Stefnt er að því að verja þeim til allt að 20 verkefna um allt land á árinu 2013.

Verkefni skulu taka mið af „Ísland 2020“ stefnumörkuninni og vera unnin í samstarfi a.m.k. þriggja aðila.  Lágmarksstyrkur til hvers verkefnis er 200 þús. evrur og að hámarki ein milljón evra.

Umsóknarfrestur var til 30. nóvember 2012.

IPA kynningarfundir og námskeið

Opnir kynningarfundir voru haldnir í Reykjavík, Akureyri og Egilsstöðum dagana 10.-12. september 2012. Fundurinn 11. september var einnig sendur út á netinu. Dagskrá fundanna var er hægt að nálgast hér. Kynningargögn af fundinum verða aðgengileg undir flipanum kynningarefni hér til vinstri. 

Námskeið (fyrri hluti) voru fyrir væntanlega umsækjendur vegna IPA-verkefna dagana 2.-11. október. Þau voru haldin í Reykjavík, á Egilsstöðum, á Akureyri og á Ísafirði. Hátt í tvöhundruð manns sóttu námskeiðin. Dagskrá námskeiðsins má nálgast hér

Seinni hluti námskeiða vegna IPA-verkefna voru haldin dagana 23.-30. október í Reykjavík, Egilsstöðum og Akureyri. Námskeiðin byggðust upp á tveggja tíma fyrirlestrum en að þeim loknum var boðið upp á fundi um einstök verkefni með þeim Norman Pearson og Susanne Nielsen. Námskeiðin voru án endurgjalds fyrir þátttakendur. Glærur vegna námskeiðanna er að finna í flipanum til vinstri.

 

Nánari upplýsingar og fyrirspurnir

Allar nánari upplýsingar eru gefnar í síma 455-5400. Fyrirspurnir skal senda á netfangið ipa@byggdastofnun.is

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389