Fara í efni  

IPA - Spurt og svarað

IPA - Spurt og svarað

Hér eru birtar spurningar sem berast varðandi IPA-verkefnistillögurnar og svör við þeim eftir því sem þær berast. Að auki er hér að neðan tvö skjöl - Clarifications sem koma frá Evrópusambandinu. 

Vinsamlegast sendið fyrirspurnir á netfangið ipa@byggdastofnun.is  

Lagalegur fyrirvari: Það athugast að þessar upplýsingar eru einungis leiðbeinandi og geta ekki bundið hendur ESB á neinn hátt varðandi afgreiðslu hugsanlegrar umsóknar.  Komi fram misræmi milli þessara upplýsinga og svars ESB við umsókninni þá gildir svar ESB.


Spurning: Varðandi fylgiskjöl, er heimilt að senda önnur fylgiskjöl með umsókninni en kveðið er á um, þ.e. umsóknaskjal og Annex. Getum við sent viðskiptaáætlanir og fleira með?

Svar: Skv. leiðbeiningum fyrir umsækjendur stendur aftast í lið 2.2.1: "Please note that only the application form and the published annexes which have to be filled in (budget, logical framework) will be evaluated. It is therefore of utmost importance that these documents contain ALL relevant information concerning the action. No additional annexes should be sent."


Spurning: Ljóst er að ákvörðun um styrk liggur fyrir í maí. Megum við hefja verkefnið um miðjan ágúst eða þarf það að hefjast í júní?

Svar: Framkvæmdastjórn ESB mun ganga til samninga vegna verkefna sem fá jákvæða niðurstöðu úr mati. Upphafsdagsetningar eru háðar samkomulagi milli framkvæmdastjórnarinnar og væntanlegra styrkþega. Ekki verður gerð krafa um að verkefni hefjist þegar að loknu samningaferli. 


Spurning: Það er varðandi VAT, þar sem um er að ræða stofnun sem fær ekki virðisaukaskattinn endurgreiddan er þá ekki heimilt að setja fram kostnaðartölur með vsk og að reikna með því að upphæðin sé í heild styrkhæf?

Svar:  Almenna reglan er sú að IPA-styrknum skuli ekki varið til greiðslu á VSK. Þó kunna að vera á því undantekningar ef hægt er að sýna fram á að styrkþegi geti með engu móti fengið hann endurgreiddan (sjá málsgrein 14.2. í Annex G2 General Conditions), Umsækjandi þarf sjálfur að leggja mat á það hvort slíkar aðstæður séu fyrir hendi.
Umsækjendum er jafnfarmt bent á að kynna sér lög Alþingis nr. 53/2012 um frávik frá lögum um skatta og gjöld vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins. Ríkisskattstjóri veitir frekari upplýsingar um framkvæmd laganna er varðar VSK.


Spurning: Hvernig á að geta heimilda í umsókn? Á að hafa neðanmálsgreinar og þá með rómverskum tölum til aðgreiningar frá neðanmálsgr. ESB, eða á að hafa heimildaskrá?

Svar:  Ekki er gerð víðtæk krafa um tilvísanir og heimildir í IPA-verkefnum. Umsækjanda er í sjálfsvald sett hvernig hann hagar slíku.


Spurning: Til stendur að ráða erlenda ráðgjafa í greiningarvinnu/úttekt.Má miða við reglur EU um Framework contract mv. undir 200.000 (isk 32 milljónir) evrur og láta fara fram lokað útboð meðal nokkurra fyrirtækja eða ber að fylgja íslenskum útboðsreglum þar sem bjóða ber út þjónustu yfir 17 milljónum?

Svar: Þær reglur sem gilda varðandi aðkeypta þjónustu í IPA umsóknum er að finna í annex G4 sem er að finna í umsóknargögnum á IPA síðu Byggðastofnunar. Þar eru útboðsreglurnar útskýrðar, þ.á.m. viðmiðunarfjárhæðir. 


Spurning:  hversu nákvæmlega sundurliða þarf activities.  Útboð á greiningarvinnunni er ágætis dæmi:  Á að segja:
Activitiy 1. Útboð á greiningarvinnu
eða þarf ég að segja:
Activity 1. Útboð á greiningarvinnu
                               1.1. Skrif á ToR
                               1.2. Útboðsferili og ráðning ráðgjafa
                               1.3 ....

Svar: Hversu nákvæma activities lýsingin þarf að vera er undir umsækjenda sjálfum komið. Lýsing á Activities þarf að vera hnitmiðuð en samt nægjanlega skýr til að hægt sé að átta sig á því við hvað er átt. 


Spurning: Hvað teljið þið að sé rétt hugtak á ensku yfir sveitafélag, sbr. bls. 2 í annex A þar sem spurt er um legal status. Ég var að velta f. mér hvort local authority sé viðeigandi.

Svar: Municipality er enska orðið yfir sveitarfélag. 


Spurning: Getur partner rekið verkefnið, þ.e.a.s utanumhald verkframkvæmdar, skýrslugerð til Framkvæmdastjórnar osfrv. Eða verður þessi hluti að vera í höndum aðal umsækjanda?


Svar: Þau skilyrði sem aðalumækjandi þarf að uppfylla eru listuð í lið 2.1. í leiðbeiningum fyrir notendur, þar á meðal eftirfarandi skilyrði:        
„In order to be eligible for a grant, applicants must:      [...]  ..be directly responsible for the preparation and management of the action with their partners, not acting as an intermediary.“


Spurning: Vantar að vita hvort nægilegt er að setja inn heildartölu (þ.e. ferðakostnaður og kostnaður við ráðgjöf) vegna aðkeyptrar vinnu sérfræðinga eða hvort slíkur kostnaður skal vera sundurliðaður þ.e. í ráðgjafalaun, ferðakostnað og uppihald?  Einnig getur verið um annan kostnað að ræða vegna námskeiðsgagna en í báðum tilfellum tengist vinnan erlendum sérfræðingum (best practice) og aðkomu þeirra að fræðslu/þjálfun sérfræðinga á Íslandi (bæði innan verkefnis og almennt).

 

Svar: Við ráðleggjum að hafa kostnaðinn sundurliðaðann eins og við á í fjárhagsáætluninni (excel-töflunni) og að settar séu fram skýringar undirsíðunni 2. justification.
Bent er á að leita þarf tilboða eða bjóða út ráðgjafavinnu og þjónustu skv. reglum sem fram koma í Annex G4 Award Procedures.


 

Spurning: Ef umsækjandi eða meðumsækjendur leggja verkefninu til tæki eða verðmætan búnað, hvernig er eðlilegt að færa það framlag inn í kostnað verkefnisins fyrst afskriftir eru ekki gildur kostnaður né heldur "leasing cost" útleigukostnaður?. Hvaða kostnaður fellur undir annars undir "leasing cost" það er ekki átt við greidda leigu eða er það?

Svar: Búnaður eða fasteignir í eigu umsækjenda sem lagðar eru inn í verkefnið getur ekki talist til verkefniskostnaðar, þ.m.t. sem mótframlag.  Ekki er heldur hægt að færa til kostnaðar afskriftir af búnaði eða fasteign, sbr á bls. 12 í leiðbeiningum fyrir umsækjendur. 
Varðandi t.d. húsnæði þá telst leigukostnaður (leasing cost) ekki viðurkenndur kostnaður nema um sé að ræða skammtímaleigu á húsnæði sem eingöngu er ætlað til verkefnisins og er nauðsynlegt fyrir verkefnið. 


Spurning: Má overall objective í log-frame vera eitthvað í framtíðinni, sem dæmi má nefna tilvísun í Ísland 2020. Eða verður að fullnægja skilyrðum overall objective á verkefnistíma c.a. 2 árum?

Svar: Svar við þessari spurningu er að finna á heimasíðu IPA: "Overall objectives" skulu að byggja á markmiðum Íslands 2020. Svo dæmi sé tekið er eitt af markmiðum Íslands 2020 að lækka hlutfall atvinnulausra niður í 3% af heildarvinnuafli árið 2020. "Specific objective" er jafnan þrengra markmið sem verkefnið grundvallast á. Í þessu tilfelli gæti "specific objective" falist í að auka atvinnu á tilteknu landssvæði eða í tilteknum geira atvinnulífsins með atvinnuuppbyggingu eða vinnumarkaðsaðgerðum. Í þessu samhengi er gagnlegt er að kynna sér fyrirlestrargögn frá Susanne M. Nielsen (How to fill out a log frame) sem finna má undir kynningagögn á IPA síðu Byggðastofnunar. Jafnframt mun logical framework, þar sem fjallað er um overall og specific objectives, verða tekið fyrir í námskeiðum sem haldin verða í byrjun október (sjá dagsetningar og skráningu á IPA síðu Byggðastofnunar)


Spurning: Varðandi opinber innkaup þá erum við fyrirtæki sem partner í umsókn. Í kall textanum stendur: Partners with profit-making entities (such as commercial or private-sector organisations), are allowed to participate as partners, provided that they make no direct financial profit from the allocated grant.

Mín spurning er hvort að það sé eitthvað hámark á þessari upphæð?

Svar: Almenna reglan er sú að stykurinn er ætlaður til greiðslu verkefniskostnaðar og skapi engan beinan hagnað fyrir styrkþegann. Hér er átt við beinan hagnað af sjálfum styrknum en ekki afrakstri verkefnisins.  Hér skal vísað í grein 17.3 í Annex G2.
17.3. The Beneficiary accepts that the grant can under no circumstances result in a profit for
itself and that it must be limited to the amount required to balance income and expenditure
for the Action. Profit shall be defined as:
– In the case of a grant for an Action, a surplus of actual receipts over the actual
costs of the Action in question when the request is made for payment of the
balance. However, in the case of Actions designed specifically to strengthen the
financial capacity of the Beneficiary, it is distribution to the members making up
the beneficiary body of the surplus revenue resulting from its activity leading to
their personal enrichment.
– In the case of an operating grant, a surplus balance on the operating budget of the
Beneficiary.


Spurning: Í general conditions er mikið vitnað í skjal sem heitir special conditions. Ég finn það hinsvegar ekki á heimasíðu byggðastofnunar. Veist þú hvar þetta skjal er að finna?
Varðandi 7% overheads hver er skilgreining á því sem fellur undir undir overheads er þetta allur management kostnaður umsóknarinnar?

Svar: Special Conditions er að finna  í Annex G standard grant contract. Skjalið er aðgengilegt undir Önnur gögn á eftirfarandi síðu:
http://www.byggdastofnun.is/is/ipa/skjol-fyrir-ipa-verkefnid
Framlag til Indirect cost er föst prósenta sem ætluð er til að koma til móts útgjöld vegna stjórnunar verkefnisins sem ekki verða tilgreind sérstaklega í fjárhagsáætluninni. Ekki þarf að gera sérstaka grein fyrir eða skilgreina slík útgjöld. Vísað er til málsgreinar 14.4 í Annex G2 General Conditions.
14.4. A fixed percentage not exceeding the percentage laid down in Article 3 of the Special
Conditions of the total amount of direct eligible costs of the Action may be claimed as
indirect costs to cover the administrative overheads incurred by the Beneficiary for the
Action, save where the Beneficiary is in receipt of an operating grant financed from the EU
budget. The flat-rate funding in respect of indirect costs does not need to be supported by
accounting documents.
Indirect costs are eligible provided that they do not include costs assigned to another
heading of the budget of this Contract.


Spurning: Ég er að fylla út IPA umsókn fyrir verkefni ... sem snýr bæði að rannsóknum og tækniþróun ... og að því koma að því margir starfsmenn og á mismunandi launatöxtum.  Í budget-forminu er ekki gert ráð fyrir mörgum mismunandi töxtum, þar sem aðeins ein lína er t.d. fyrir 1.1.1. technical salaries, en rökstyðja þarf hvern launataxta.  Hvernig er ætlast til að farið sé að?  Mér finnst eðlilegast að fjölga línum í forminu, þannig að ein sé fyrir hvern launataxta sem greiða þarf í verkefninu.  Má ég fjölga línum?  Samskonar spurning gæti átt við aðra liði s.s. travel, vehicle costs o.fl.

Svar: Við ráðum umsækjendum frá því að gera breytingar á töflunni ef hjá því er komist. Jafnframt bendum við á neðanmálsgrein í Budget skjalinu þar sem stendur "The description of items must be sufficiently detailed and all items broken down into their main components. The number of units and unit rate must be specified for each component depending on the indications provided. Unit rates may, where relevant, be based on average rates."

 


 

Spurning: snýst um skilning á eftirfarandi klausu í IPA handbókinni: "Sérstaklega er hvatt til samstarfsverkefna sem ná til fleiri en eins svæðis og til samstarfs ólíkra aðila  þar sem slíkt á við. Í báðum styrkflokkum skiptir samstarf lykilmáli og í flokki I getur hámarksstyrkur verið hærri ef um er að ræða samstarf a.m.k. þriggja svæða og sex samstarfsaðila. Samstarfsverkefni milli svæða fær aukið vægi í mati fagráðs og getur haft mikil áhrif ef velja þarf milli tveggja jafngóðra verkefna (sjá „Guidelines“ grein 2.3.). "

Spurningin snýst um hvort "samstarfsaðilar" sem hér um ræðir geti verið annað hvort "associates" eða "partners" ? Er nóg að þeir séu "associates"?

Við lestur greinar 2.3. er einvörðungu talað um applicant og partners, en hvergi minnst á associates t.d. þegar samstarfsaðilar eru metnir sbr. gátlista. Þýðir það þá að einvörðungu sé litið til þess hvort partner komi af öðru svæði, þegar litið er til þess hvort umsókn nær til fleiri en eins svæðis, eins og þau eru skilgreind í sóknaráætlun?

Svar: Bent er á kafla  2.1.2. í leiðbeiningum fyrir umsækjendur, Partnership and eligibility of partners:

Applicants must act with at least two other partners that are appropriate to the tasks of the proposed project. Partnership between different types of actors is encouraged. Partners must satisfy the same eligibility criteria as the main applicant.
Á bls 8 er fjallað um stöðu stöðu og hlutverk Associates. Þar stendur m.a. eftirfarandi:
Associates do not have to meet the eligibility criteria referred to in section 2.1.1.
Af þessu leiðir að Associates geta ekki talist project partner í skilningi greinar 1.3 í leiðbeiningum fyrir umsækjendur, sem væntanlega er verið að vísa í.
Einnig skal bent á að íslenska handbókin er eingöngu til leiðbeiningar fyrir umsækjendur og hefur ekkert lagalegt gildi.


 

Spurning: Þurfa Associates að skrá sig í Pador og að fá Europe Aid ID númer  eða er í lagi að skrá samstarfsaðilana án þess?

Svar: Í skjalinu Clarification á vefslóðinni að neðan er þessari spurningu svarað:
https://webgate.ec.europa.eu/europeaid/online-services/index.cfm?ADSSChck=1353059991587&do=publi.detPUB&searchtype=AS&zgeo=35472&debpub=&orderby=upd&orderbyad=Desc&nbPubliList=15&page=1&aoref=133453

 

Does an associate partner need to fill out PADOR?

According to the Guidelines for applicants section 2.2, a prior registration in PADOR for this Call for Proposals is obligatory for all applicants and their partners. Section 2.1.2 states that the Associates and Contractors are not partners and do not have to sign the “partnership statement”.

Based on this the Associates do not need to register in PADOR, however information for them should be presented in the Grant Application Form.

 


 

 

Spurning:Í kafla um Sectorial experience er spurt um „Years of experience“ og um „Number of projects“. Til hvers er verið að vísa, um hvaða reynslu er verið að spyrja og hvers konar verkefni.

Þá er spurt um „estimated amount“ og spurningin er um hvaða fjármuni er verið að spyrja.

Svar: Hér er átt við áætlaður árafjöldi/fjöldi verkefna/kostnað við verkefni sem hafa verið unnin innan þess geira (sem hakað hefur verið við í Sector í Profile) undanfarin sjö ár (á íslandi eða á því landssvæði sem við á)


Spurning: Hversu nákvæmlega þarf að fylla í „budget“ skjalið undir „Clarification of the budget items“? Varðandi launakostnað þarf t.d að skilgreina hversu marga mannmánuði  þarf í hvern verkþátt? með því að vitna í kaflaskiptingu  í umsókn, t.d 2.1. osfr? eða er nóg að skilgreina fjölda mannmánaða á hvern Partner.

Svar: Best er að setja inn skýra lýsingu á kostnaðinum í „Clarification of the budget items“ reitina. Það ætti að vera í lagi að vitna í kafla í umsókn til  frekari skýringar ef þörf er á. Hins vegar verður að passa að matsmaður þurfi ekki að hafa mikið fyrir því að átta sig á tilvísuninni og samhenginu.


Spurningar: Þar sem ég er deild innan stærri einingar á ég þá að senda inn ársreikninga fyrir heildina eða bara aðalbók fyrir mína deild? Eða þarf ég að láta útbúa sérstakt  reikningsyfirlit fyrir mína deild frá endurskoðanda. Ársreikningar heildarinnar liggja náttúrulega fyrir og er mín deild þar inni.

Annað : á maður að þurrka út leiðbeiningatextann í umsóknarforminu eða skiptir það ekki máli? Spurning þá hvort hann teljist með þegar talað er um hámark blaðsíðufjölda?

Svar: Það þarf að senda inn ársreikning fyrir heildina (stærri eininguna). Í „additional information“ í PADOR skráningunni getur umsækjandin tekið fram hvar í ársreikningnum upplýsingar um deildina koma fram.

Ekki á að senda inn leiðbeiningatextan í umsóknarformi


 

Spurning: Í pakkanum „documents to completed“ Annexes A-E er annex D sem er LEF skráningar.

Hverjir þurfa að fylla út það blað, eru það bara umsækjendur, eða líka partnerar?

Þarf að hengja þetta skjal við Pador skráningarnar?

Einnig er óskað eftir einhverju vottorði frá yfirvaldinu, er það þá vottorð frá fyrirtækjaskrá.

Einnig vantar mig að vita hvort það þurfi að skila  Project Identification Sheet.

Svar: Það þarf ekki að skila inn Project Identification Sheet, það er eingöngu hjálpargagn.

LEF er ekki skylda að skila inn á þessum tímapunkti sbr. svör (clarifiction punktur 8) frá fulltrúum framkvæmdastjórn Evropusambandsins (https://webgate.ec.europa.eu/europeaid/online-services/index.cfm?ADSSChck=1353403156661&do=publi.detPUB&searchtype=AS&zgeo=35472&debpub=&orderby=upd&orderbyad=Desc&nbPubliList=15&page=1&aoref=133453)   

Það verður kallað eftir því frá umsækjendum á síðari stigum umóknaferilsins og þurfa þá að setja það inn í PADOR skráninguna sína.


 

Spurning: Þurfa fylgiskjöl í PADOR að vera á ensku?

Svar: Nei, þau mega vera á ensku eða íslensku. Athugið að það er nauðsynlegt að setja inn lög eða stofnsamning viðkomandi lögaðila (Statutes/Articles of association) til að fá EuropeAid númer.


 Spurning: Geta ríkisstofnanir sótt um IPA styrk?

Svar: Í ,, Guidlines for grant applicants,, í kafla  2.1.1  og 2.1.2  bls 7-8.  eru tilgreind þau atriði sem aðalumsækjandi þarf að uppfylla komi til umsóknar um IPA styrk.  Samkvæmt ákvæðum í ofangreindum köflum kemur ekki fram nein ákvæði sem útiloka að ríkisstofnanir geti sótt um IPA styrk.


 Spurning:  Yrði kostnaður sem hlýst af vinnu við verkefni áður en verkefni hefst tekinn til greina ef styrkur yrði veittur?

Svar: Enginn kostnaður getur fallið á verkefnið fyrr en samningur liggur fyrir milli styrkþega og framkvæmdastjórnar ESB. 


Spurning: Hvar finn ég tengil á PADOR skráningarkerfið?

Svar: Upplýsingar er að finna í kafla 2.2. í Guidelines for grant applicants bls. 12. Beinn tengill á skráningu er hér. 


 Spurning: Talað er um að umsókn þurfi að vísa til markmiða í "Ísland 2020".  Varðandi "overall objectives" og "specific objectives" í umsóknargögnum, hvort myndu Sóknaráætlunarmarkmiðin falla undir "overall" eða "specific" objectives?

Svar: "Overall objectives" skulu að byggja á markmiðum Íslands 2020. Svo dæmi sé tekið er eitt af markmiðum Íslands 2020 að lækka hlutfall atvinnulausra niður í 3% af heildarvinnuafli árið 2020. "Specific objective" er jafnan þrengra markmið sem verkefnið grundvallast á. Í þessu tilfelli gæti "specific objective" falist í að auka atvinnu á tilteknu landssvæði eða í tilteknum geira atvinnulífsins með atvinnuuppbyggingu eða vinnumarkaðsaðgerðum.

 Í þessu samhengi er gagnlegt er að kynna sér fyrirlestrargögn frá Susanne M. Nielsen (How to fill out a log frame) sem finna má undir kynningagögn á IPA síðu Byggðastofnunar. Jafnframt mun logical framework, þar sem fjallað er um overall og specific objectives, verða tekið fyrir í námskeiðum sem haldin verða í byrjun október (sjá dagsetningar og skráningu á IPA síðu Byggðastofnunar)


 Spurning: Óska eftir upplýsingar um flokkun verkefna í strand I og strand II.

Svar: Umsækjandi þarf að meta hvernig verkefnið fellur að yfirmarkmiðum verkefnisflokkanna tveggja. Í verkefnaflokki I (strand 1) eru markmiðin fjölgun atvinnutækifæra (employment creation) og samkeppnishæfni (competitiveness).  Í flokki 2 eru markmiðin bættar atvinnuhorfur einstaklinga eða tiltekinna hópa (employment prospects) og þátttökutækifæri einstaklinga í samfélaginu (social inclusion). Bent er á bls. 8 og 9 í leiðbeiningum fyrir umsækjendur (Guidelines for Applicants). 

Það er í höndum umsækjenda sjálfra að meta í hvorn flokkinn þeir vilja staðsetja umsóknir sínar. Telji fagráð umsókn ekki falla undir sitt fagsvið getur það vísað henni til umfjöllunar í öðru fagráði. Telji hvorugt fagráð umsóknina falla undir sitt fagsvið uppfyllir hún ekki formkröfur.


 Spurning: Hvernig er styrkgreiðslum til IPA verkefna háttað?

Svar: Greiðslur á IPA styrk til verkefnisins er samningsatriði milli umsækjanda og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Greiðsludreifingin verða skilgreindar í samningnum um verkefnið en að jafnaði er verulegur hluti styrkupphæðarinnar greiddur út við upphaf verkefnisins. Að öðru leiti er tekið mið af dreifingu útgjalda í verkefninu og leitast verður við að ekki verði neikvætt fjárflæði í verkefninu


 Spurning: Er hægt að sækja um í báða verkefnisflokka (Strand I og II) með sama verkefnið?

Svar: Nei, umsækjendur þurfa að tilgreina á umsóknareyðublaðinu hvorum verkefnisflokknum umsóknin tilheyrir. Telji fagráð umsókn ekki falla undir sitt fagsvið getur það vísað henni til umfjöllunar í öðru fagráði. Telji hvorugt fagráð umsóknina falla undir sitt fagsvið uppfyllir hún ekki formkröfur.


 Spurning: Er mögulegt að stofna nýtt félag til að vera í forsvari fyrir umsókn?

Svar: Allir lögskráðir aðilar á Íslandi geta verið í hlutverki umsækjenda, þ.m.t. nýstofnuð félög. Þó má telja hæpið að slík félög fái gott mat á faglegum og fjárhagslegum burðum til stjórnunar verkefna þar sem þau hafa litla sem enga rekstrarsögu.


Spurning:  Þarf að fylla út umsóknareyðublöðin á ensku - eða verða eyðublöð á íslensku tiltæk?

Svar: Nei, umsóknareyðublöðin eru á ensku og umsóknum á að skila á ensku sjá Guidelines for grant applicants kafli 2.2.1. bls.12. Ástæðan er m.a. sú að styrksamningar verða gerðir við framkvæmdastjórn ESB og þurfa að vera á tungumáli sem notað er innan stofnana sambandsins. Jafnframt þurfa óháðir erlendir sérfæðingar að koma að mati umsókna.


Spurning: Getur Evrópusambandið gert kröfu um eignarhlut í afrakstri verkefna, t.d. einkaleyfum eða hugverkaréttindum?

Svar: Nei. Niðurstöður og afrakstur verkefna verða að fullu í eigu styrkþega, þ.m.t. einkaleyfi og hugverkaréttindi.


Spurning: Er nauðsynlegt að hafa samstarfsaðila frá löndum ESB í umsóknum?

Svar: Nei. Umsækjandi skal í öllum tilfellum vera íslenskur og verkefnið framkvæmt á Íslandi. Meðumsækjendur geta þó verið  frá öðrum löndum EES (ESB, Noregi og Liechtenstein) en engin krafa er gerð um slíka þátttöku.  Fjallað er um þátttökureglur á bls. 7 í leiðbeiningum fyrir umsækjendur (Guidelines for Grant Applicants).


Spurning: Getur launakostnaður fastra starfsmanna reiknast sem mótframlag í verkefnum?

Svar: Já, ef fastir starfsmenn verja hluta af vinnutíma sínum í verkefnið er mögulegt að telja launagreiðslur þeirra til mótframlags á móti styrk ESB. Gera þarf grein fyrir slíkum launagreiðslum í bókhaldi styrkþega og vinnuskýrslum viðkomandi starfsmanna.


Spurning: Þarf að endurgreiða IPA-styrki ef aðildarviðræður við ESB stöðvast á verkefnistímanum?

Svar: Nei. Þeir samningar sem undirritaðir verða milli framkvæmdastjórnar ESB og styrkþega verða uppfylltir af hálfu ESB án tillits til þróunar aðildarviðræðnanna.


 Spurning: Geta sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu tekið þátt?

Svar: Já, allir íslenskir lögaðilar geta tekið þátt hvar sem þeir eru staðsettir á landinu. Þó skal hafa í huga að a.m.k. þrír aðilar skulu standa að hverju verkefni. Fjallað er um þátttökureglur á bls. 7 í leiðbeiningum fyrir umsækjendur (Guidelines for Grant Applicants).


Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389