Fara í efni  

Bíldudalur

 Bíldudalur – samtal um framtíđina

Bíldudalur er viđ sunnanverđan Arnarfjörđ og stendur viđ Bíldudalsvog sem gengur inn af firđinum. Norđan megin viđ voginn er Bíldudalsfjall og sunnan Otradalsfjall, oft nefnt Bylta af heimamönnum. Bíldudalur var verslunarstađur fyrr á tíđ, á tímum einokunarverslunarinnar, en ţegar verslun var gefin frjáls í lok 18. aldar eignađist Ólafur Thorlacius verslunina og rak ţađan ţilskipaútgerđ og flutti fisk til Spánar. Pétur J. Thorsteinsson rak einnig útgerđ og verslun á Bíldudal í kringum aldamótin 1900 og á ţeim tíma myndađist ţorpiđ.

Á Bíldudal, sem er hluti af Vesturbyggđ, hafđi íbúum fćkkađ um árabil og nam fćkkunin rúmum 40% á ellefu árum, frá 2000 til 2011, en ţá voru ţeir 187. Sú ţróun hefur veriđ ađ snúast viđ allra síđustu ár, međ bjartari horfum í atvinnulífi stađarins. Íbúar eru 232 m.v. 1. janúar 2016.

Á Bíldudal er nćg atvinna og miklar breytingar hafa orđiđ vegna starfsemi laxeldisfyrirtćkisins Arnarlax, en ţar starfar fjöldi íbúa byggđarlagsins. Starfsemi fyrirtćkisins hefur aukist jafnt og ţétt allt frá árinu 2012 og er nú orđin stćrsti vinnuveitandi stađarins.  Auk ţess hefur starfsemi Íslenska Kalkţörungafélagsins veriđ kjölfesta í atvinnulífi stađarins. Verksmiđja félagsins hefur stćkkađ auk ţess sem meiri fullvinnsla hefur skapađ aukin verđmćti.  Hafkalk er sprotafyrirtćki sem vinnur m.a. fćđubótarefni úr afurđum verksmiđju Íslenska Kalkţörungafélagsins, vörur fyrirtćkisins hafa m.a. hlotiđ vottun frá vottunarstofunni Tún um framleiđslu náttúruvara.

Samtal viđ íbúana á vegum verkefnisins Brothćttra byggđa hófst međ íbúaţingi í september 2013. Verkefniđ á Bíldudal hlaut heitiđ „Bíldudalur – samtal um framtíđina“.  Var íbúaţingiđ mjög vel sótt. Nokkrir íbúafundir hafa veriđ haldnir síđan, til ađ kynna framgang verkefnisins. Var sá síđasti haldinn í apríl 2016, ţar sem gerđ var grein fyrir ţeirri niđurstöđu ađ verkefnisstjórnin myndi starfa út áriđ 2016 og verkefninu ţá ljúka formlega.

Alls voru 15 málaflokkar til umrćđu á íbúaţinginu. Ţátttakendur töldu húsnćđismál, heilbrigđisţjónustu, samgöngur og íţrótta- og ćskulýđsmál vera mikilvćgustu málaflokkana. Áform um uppbyggingu vegna fyrirhugađs laxeldis skapa vćntingar sem lituđu umrćđu íbúaţingsins, enda ađ mörgu ađ hyggja. Einnig var talsvert rćtt um möguleika í ferđaţjónustu, um félagslíf bćjarins og um samstarf og samstöđu í samfélaginu. 

Veittir eru verkefnastyrkir á vegum Brothćttra byggđa til ţróunarverkefna og annarra samfélagseflandi verkefna á ţeim svćđum sem taka ţátt. Sjá má yfirlit yfir veitta verkefnastyrki hér.

Í verkefnisstjórn sátu: Ásthildur Sturludóttir sveitarstjóri, Ađalsteinn Óskarsson, framkvćmdastjóri Fjórđungssambands Vestfjarđa, Shiran Ţórisson, framkvćmdastjóri AtVest, Ása Dóra Finnbogadóttir f.h. íbúa og loks Kristján Ţ. Halldórsson og Sigríđur K. Ţorgrímsdóttir frá Byggđastofnun. Valgeir Ćgir Ingólfsson, ráđgjafi hjá AtVest starfađi ađ auki međ verkefnisstjórninni.

Bíldudalur – samtal um framtíđina - Skilabođ íbúaţings, september 2013

Bíludalur 

Uppfćrt 26.06.2018

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389