Fara í efni  

Borgarfjörđur eystri

Betri Borgarfjörđur

Braghent vísa um Betri Borgarfjörđ
Af Byggđastofnun byggđ var okkar brothćtt talin.
Gerum öđrum byggđum betri
Borgarfjörđ á sumri og vetri.
Höf: Philip Vogler

Braghent vísa um framtíđarsýn Borgarfjarđar
Blómlega hér byggđ ég sé og börn ađ leika,
um bundiđ slitlag bíla aka,
Borgarfjörđ ţar fuglar kvaka.
Höf: Philip Vogler

Borgarfjörđur eystri er nyrstur hinna eiginlegu Austfjarđa. Ţangađ er tćplega 70 km. akstur frá Egilsstöđum, um Vatnsskarđ og Njarđvíkurskriđur. Borgarfjörđur eystri er rómađur fyrir náttúrufegurđ og ţá sérstaklega fyrir sérstćđan fjallahring. Sunnan fjarđar er ljóst líparít allsráđandi eins og í Stađarfjalli, en fyrir botni fjarđarins og norđan hans er blágrýti (basalt) mest áberandi og ţá einkum í Dyrfjöllum. Inn af firđinum gengur um 10 km langur dalur, vel gróinn og  nokkuđ breiđur. Eftir honum rennur Fjarđará. Ţorpiđ Bakkagerđi stendur viđ fjarđarbotninn.

Atvinnulíf á Borgarfirđi hefur í gegnum árin fyrst og fremst einkennst af sauđfjárbúskap, smábátaútgerđ og fiskvinnslu og svo er enn. Alls eru u.ţ.b. 9 býli í byggđ í sveitinni og sauđfé á ţriđja ţúsund. Fjallalömbum sínum beita Borgfirđingar innanfjarđar og á Víknasvćđiđ og afréttarland er nóg. Eins og annars stađar á landinu hefur sauđfjárbúskapur dregist saman í  Borgarfirđi á síđustu áratugum. Ţar á líka hlut ađ máli riđuveikin, sem hefur reynst borgfirskum bćndum mjög erfiđ. Allt fé í hreppnum var skoriđ niđur áriđ 1987 og fjárlaust var í ţrjú ár. Síđan ţá hefur riđa komiđ upp á tveimur bćjum og ţar hefur veriđ skoriđ niđur aftur.

Tíu til tólf smábátar af stćrđinni 5 til 10 tonn eru gerđir út frá Borgarfirđi. Mest er veitt á línu og handfćri og fiskurinn er unninn í salt í einu fiskverkun ţorpsins, Fiskverkun Karls Sveinssonar. Ţar vinna ađ jafnađi 8-10 manns, en í aflahrotum allt upp í 18.  Nokkur hefđ er fyrir harđfisk- og hákarlsverkun á stađnum og  ennfremur veiđa nokkrir bátar grásleppu í net á vorin. Nokkrir einstaklingar starfa viđ ţjónustu og í iđnađi.

Ţjónusta viđ ferđamenn hefur aukist mikiđ á síđustu árum en hún er ennţá ađeins bundin viđ sumarmánuđina. Fjallvegurinn yfir Vatnsskarđ er opnađur sex sinnum í viku yfir vetrartímann ef ţörf er á og póstbíll fer milli Egilsstađa og Borgarfjarđar fjórum sinnum í viku.

Skólastarf á Borgarfirđi er blómlegt. Ţar eru allir tíu bekkir grunnskólans, leikskóli og auk ţess tónskóli. Grunnskólinn og tónskólinn eru stađsettir hjá félagsheimili Borgfirđinga, Fjarđarborg. Ţar er rekin veitingasala og gisting á sumrin, auk ţess sem ţar eru haldnir líflegar skemmtanir og dansleikir yfir allt sumariđ hjá Já Sćll ehf í Fjarđarborg.

Líkt og ađrir smćrri stađir á landsbyggđinni stendur Borgarfjörđur eystri í harđri baráttu fyrir tilveru sinni í hinum harđa heimi nútímans. Fólki hefur fćkkađ allört á síđustu árum og ţá sérstaklega ungu fólki. Ţađ er margt sem veldur svo sem breyttar kröfur almennings um ţjónustu, samdráttur í landbúnađi og samdráttur í veiđum smábáta. 

Veittir eru verkefnastyrkir á vegum Brothćttra byggđa til ţróunarverkefna og annarra samfélagseflandi verkefna á ţeim svćđum sem taka ţátt. Sjá má yfirlit yfir veitta verkefnastyrki hér.

Verkefnisstjóri er Alda Marín Kristinsdóttir (aldamarin@austurbru.is)
Í verkefnisstjórn eru: Jón Ţórđarson sveitarstjóri, Signý Ormarsdóttir og Jóney Jónsdóttir hjá Austurbrú, Elísabet Sveinsdóttir og Óttar Kárason f.h. íbúa og loks Kristján Ţ. Halldórsson og Eva Pandora Baldursdóttir frá Byggđastofnun. 

Borgarfjörđur eystri - Skilabođ íbúaţings, febrúar 2018

 Borgarfjörđur eystri

Uppfćrt 26.06.18

Upplýsingar um Borgarfjörđ eystri fengnar á heimasíđu Borgarfjarđar www.borgarfjordureystri.is 

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389