COSME ábyrgðakerfi EIF
Byggðastofnun og Evrópusjóðurinn (EIF) hafa gert með sér samkomulag um aðild stofnunarinnar að svokölluðu COSME ábyrgðakerfi.
Þannig er neðangreind fjármögnun gerð möguleg með tilkomu ábyrgðakerfis Evrópusambandsins samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og Evrópuráðsins (EU) No. 1287/2013 um samkeppnishæfni lítilla og meðalstórra fyrirtækja (COSME) (2014-2020).
Ábyrgðakerfið gildir fyrir lánveitingar umfram 75% veðsetningu í lánaflokkunum græn lán og kynslóðaskiptum í landbúnaði. Þá nær kerfið einnig yfir öll lán veitt úr lánaflokkunum nýsköpunarlán, lán til stuðnings atvinnurekstri kvenna og lán til fiskvinnslu/útgerða í viðkvæmum sjávarbyggðum.
Nánari upplýsingar um þessa og aðra lánaflokka má nálgast hér á síðunni undir "lánaflokkar".