Fara í efni  

Fréttir

Byggðastofnun fær einkunnina i.AAA með stöðugum horfum

Íslenska lánshæfismatsfyrirtækið Reitun ehf. hefur gefið út lánshæfismat á Byggðastofnun í annað skiptið. Einkunnin er i.AAA með stöðugum horfum en i.AAA er besta einkunn sem Reitun gefur og er óbreytt frá síðasta mati. Einkunnargjöf Reitunar miðar við innlendar einkunnir í stað alþjólegra einkunna og er því i. bætt fyrir framan bókstafina. Ríkissjóður fær viðmiðunareinkunnina i.AAA sem er besta mögulega einkunn sem Reitun gefur. Aðrir útgefendur eru metnir út frá þeirri einkunn. Reitun flokkar einkunnir frá i.AAA til i.BBB3 sem fjárfestingahæfar eignir.

Byggðastofnun gerði samning við Reitun á árinu 2016 um greiningu og mat á lánshæfi stofnunarinnar gagnvart fjárfestum á skuldabréfamarkaði. Með lánshæfismati fá fjárfestar álit sérfróðra óháðra aðila til stuðnings við ákvörðun sína um kaup á skuldabréfunum. 

Einföld ríkisábyrgð vegur þyngst í i.AAA lánshæfiseinkunn Reitunar á skuldbindingum Byggðastofnunar. Að mati Reitunar er óumdeilt að Byggðastofnun njóti sömu ríkisábyrgðar og t.d. Íbúðalánasjóður og að ríkissjóður muni styrkja félagið með nægu eigin fé ef þörf er á því. Á árunum 2010-2013 lagði ríkissjóður fram 6,6 ma.kr. eiginfjárframlag til stofnunarinnar og eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar er í dag 22,74% skv. lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. 

Byggðastofnun er ríkisstofnun, í eigu og á ábyrgð íslenska ríkisins. Hlutverk stofnunarinnar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. Útlánastarfsemi Byggðastofnunar felst einkum í að tryggja litlum og meðalstórum fyrirtækjum utan höfuðborgarsæðisins aðgang að lánsfé.

Matið má nálgast hér.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389