Fara í efni  

Fréttir

Erasmus+ verkefninu INTERFACE er ætlað að gefa tækifæri til þjálfunar sem sniðin er að þörfum áhugasamra einstaklinga í brothættum byggðarlögum

INTERFACE

 

 

Verkefnið INTERFACE er Erasmus+ samstarfsverkefni sem Byggðastofnun leiðir en samstarfsaðilar eru Háskólinn á Bifröst og stofnanir í Búlgaríu, Grikklandi, Írlandi og Ítalíu. Skammstöfunin INTERFACE vísar til verkefnisheitisins á ensku, „Innovation and Entrepreneurship for Fragile Communities in Europe“, sem þýða mætti sem „Nýsköpun og frumkvæði í brothættum byggðarlögum í Evrópu“.

Margir ofangreindra aðila höfðu áður tekið þátt í ERASMUS+ verkefninu FIERE sem snerist meðal annars um að móta námsefni til að auðvelda byggðarlögum að auka frumkvæði og nýsköpun. INTERFACE verkefnið mun nýta niðurstöður þessa fyrra verkefnis, auk þekkingar og reynslu Byggðastofnunar af verkefninu Brothættar byggðir.  Byggt verður á aðferðum markþjálfunar í eflingu einstaklinga og samfélaga.

Helstu viðfangsefni og markmið verkefnisins eru að:

  • skilgreina og velja byggðarlög sem hafa átt undir högg að sækja í löndum samstarfsaðila (m.a. vegna fólksfækkunar og einhæfni og/eða samdráttar í atvinnulífi) en hafa möguleika á að styrkja stöðu sína með aðgerðum verkefnisins.
  • skilgreina hæfniþarfir íbúa, landshlutasamtaka og atvinnuþróunarfélaga fyrir viðkomandi byggðarlag með það að markmiði að auka hæfni til sjálfbærrar atvinnuuppbyggingar sem hefði jákvæð áhrif á byggðarlagið.
  • þjálfa einstaklinga í að nýta aðferðir markþjálfunar og samfélagsþróunar til að aðstoða aðra innan byggðarlagsins sem og að skipuleggja og halda vinnustofu til að auka færni íbúa til þess að takast á við ýmis verkefni innan byggðarlagsins.
  • heimfæra árangur verkefnisins yfir á önnur byggðarlög og lönd til að hámarka árangur alþjóðlega samstarfsins og styðja við uppbyggingu brothættra byggðarlaga um alla Evrópu.

Í mars síðastliðinn héldu aðilar verkefnisins sinn annan stöðufund, í þessu sinni í Tipperary sýslu á Írlandi. Myndin var tekin við það tækifæri.

INTERFACE hópurinn á Írlandi

Þar kom meðal annars fram að öll þátttökulönd hafa valið byggðarlög til frekara samstarfs í verkefninu og byggist valið meðal annars á stöðu viðkomandi byggðarlaga og möguleikum á jákvæðri þróun. Á Íslandi eru þátttökubyggðarlög fimm talsins, Borgarfjörður eystri, Breiðdalur, Skaftárhreppur og Öxarfjarðarhérað, sem öll eru í Brothættum byggðum. Þar að auki Vopnafjörður, þar sem nýverið lauk byggðaþróunarverkefni í samstarfi íbúa, sveitarfélagsins, Byggðastofnunar og Austurbrúar. Verið er að kanna hug íbúa þessara byggðarlaga til þjálfunar en leitast verður við að gefa verkefnisstjórum í verkefninu Brothættar byggðir um land allt kost á að taka þátt í ofangreindri þjálfun, án tillits til þess hvort þeirra byggðarlög urðu fyrir valinu.

Heimasíða verkefnisins er https://interface-project.eu/ og á henni verða birtar upplýsingar eftir því sem þær liggja fyrir. Einnig er unnið að gerð námsskrár og námsefnis og þjálfun mun hefjast í sumarlok 2018.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389