Fara í efni  

Fréttir

Fjölsóttur íbúafundur í Árneshreppi

Fjölsóttur íbúafundur í Árneshreppi
Mynd: Kristján Þ. Halldórsson

Vel sóttur og góður íbúafundur var haldinn í Árneshreppi á Ströndum föstudaginn 16. ágúst. Fundurinn er árlegur íbúafundur sem haldinn er í verkefninu Áfram Árneshreppur, sem er samstarfsverkefni íbúa, sveitarfélags, landshlutasamtaka og Byggðastofnunar og er hluti af verkefni Byggðastofnunar, Brothættum byggðum. 40 manns eru skráð með lögheimili í Árneshreppi en á fundinum voru mættir 39 íbúar og farfuglar í byggðarlaginu

Verkefnisstjóri Áfram Árneshrepps, Skúli Gautason, fór yfir meginmarkmið verkefnisins sem skilgreind voru á upphafsmánuðum þess. Fjögur meginmarkmið (málaflokkar) eru skilgreind í verkefnisáætlun:

  • Traustur landbúnaður og sjávarútvegur
  • Einstakt menningarlandslag og náttúra
  • Öflugir innviðir
  • Samheldið samfélag.

Á fundinum var unnið í hópum að endurskoðun markmiðanna og skoðað hvort að bæta ætti við nýjum starfsmarkmiðum. Lífleg umræða var í öllum hópunum en meðal annars var rætt um úrbætur í umhverfismálum, möguleika á aukinni þjónustu við ferðafólk, aukið félagsstarf og tillögur um atvinnusköpun, að ógleymdum innviðum svo sem neti 3ja fasa rafmagni og vegum og vetrarþjónustu á þeim.

 
Mynd: KÞH.

Frumkvæðissjóður Brothættra byggða hefur tvisvar sinnum staðið að úthlutun í verkefninu Áfram Árneshreppur, árin 2018 og 2019. Á íbúafundinum sögðu nokkrir styrkþegar frá verkefnum sínum sem hlutu styrk árið 2018 og kynnt voru verkefnin sem hlutu styrk árið 2019. Þau verkefni eru:

  • Sleðaferðir á Ströndum. Umsækjandi er Hótel Djúpavík ehf. Fyrirtækið rekur gistiheimilið í Djúpavík í Árneshreppi og hefur það áður fengið styrk. Verkefnið að þessu sinni snýst um að efla ferðaþjónustu tengda vélsleðaferðum, en fyrirtækið hefur boðið upp á þær síðan 2016. Sótt er um styrk til að styrkja innviði verkefnisins með gerð upplýsingablaða og kaupa á búnaði. Verkefnið fellur vel að markmiðum byggðaþróunarverkefnisins, það eykur þjónustu við ferðamenn og styrkir fjölbreytni og samstarf í ferðaþjónustunni. Verkefnið hlaut 700.000 kr. styrk.
  • Hjólað í Djúpavík. Umsækjandi er Hótel Djúpavík. Verkefnið er að kaupa 3 - 4 fjallahjól ásamt öryggisbúnaði og gera út hjólaferðir. Verkefnið fellur vel að markmiðum byggðaþróunarverkefnisins því það er bæði atvinnuskapandi, styður við heilsársstarfsemi og eykur fjölbreytni í afþreyingu. Verkefnið hlaut 500.000 kr. styrk.
  • The Factory. Umsækjandi er Emilie Dalum. The Factory er myndlistarsýning í gömlu verksmiðjuhúsnæði í Djúpavík. Umsækjandi hefur staðið fyrir sambærilegum verkefnum undanfarin tvö ár og hafa þær tekist vel og fengið góða aðsókn og er aðgangur ókeypis. Verkefnið fellur vel að markmiðasetningu byggðaþróunarverkefnisins og eykur afþreyingarmöguleika í Árneshreppi. Verkefnið hlaut 250.000 kr. styrk.
  • Standsetning verslunarhúsnæðis. Umsækjandi er Verzlunarfjelag Árneshrepps ehf. sem rekur matvöruverslun í Norðurfirði. Verslunin var stofnuð vorið 2019 af íbúum hreppsins og velunnurum. Hluthafar eru 138 talins. Sótt er um styrk til þess að standa straum af kostnaði við að koma versluninni af stað. Verkefnið fellur mjög vel að markmiðasetningu byggðaþróunarverkefnisins. Verkefnið hlaut 750.000 kr. styrk.
  • Krossneslaug. Umsækjandi er Ungmennafélagið Leifur heppni. Krossneslaug er sundlaug í Norðurfirði sem vígð var árið 1954. Sótt er um styrk fyrir hönnun nýrra búningsklefa og aðstöðu fyrir umsjónamann við Krossneslaug. Aðstaða fyrir gesti er orðin ansi lúin og umsjónarmaður hefst við í bráðabirgðaaðstöðu, tjaldi við hlið búningsklefa. Verkefnið hlaut 700.000 kr. styrk.
  • Þjóðmenningarskólinn. Umsækjandi er Elín Agla Briem. Þjóðmenningarskólinn hlaut styrk árið 2018 til að kaupa mongólskt tjald frá Kanada sem er komið norður í Árneshrepp. Sótt er um styrk til að reisa pall undir tjaldið í Nátthaganum á Seljanesi, vinna heimasíðu og gera myndmerki. Verkefnið hlaut 700.000 kr. styrk.
  • Sveitaskólinn. Umsækjandi er Elín Agla Briem. Hugmyndafræði og starf Sveitaskólans í Árneshreppi miðar að því að kynna sveitina fyrir ungmennum, styrkja tengsl þeirra sem tengjast sveitinni en líka að bjóða fleirum að koma og kynnast sveitinni. Áhersla er lögð á menningu, sögu og verkmenningu er tengist bústörfum, sjómennsku og matvælagerð. Sótt er um styrk til að vinna að námskeiði næsta haust sem og fyrir undirbúning annarra námskeiða og frekari styrkumsókna. Verkefnið hlaut 300.000 kr. styrk.
  • Frisbígolf. Umsækjandi er Urðartindur. Frisbígolf er keppnisíþrótt sem er einstaklega skemmtileg og hentar bæði fyrir börn og fullorðna. Hægt er að stunda hana í flestum veðrum og hún getur verið krefjandi og góð útivist. Sótt er um styrk til kaupa á búnaði, auk hönnunar og uppsetningar á frisbígolfvelli. Verkefnið hlaut 1.2000.000 kr. styrk.
  • Markaðssetning ferðaþjónustu í Árneshreppi. Umsækjandi er Arinbjörn Bernharðsson. Verkefnið er til tveggja ára og snýst um að greina möguleika í ferðaþjónustu í Árneshreppi og vinna kynningarefni í framhaldinu. Verkefnið fellur vel að markmiðum byggðaþróunarverkefnisins að því leiti að það styður við ferðaþjónustu og nýsköpun og gæti orðið atvinnuskapandi. Auk þess stuðlar verkefnið að samstarfi nokkurra aðila og ætti þannig að auka velgengni þeirra allra. Verkefnið hlaut 1.300.000 kr. styrk.
  • Hlaðvarp. Umsækjandi er Sigurrós Elddís Huldudóttir. Markmið verkefnisins er að gera hlaðvarpsþætti á Vestfjörðum. Umsækjandi er ættuð úr Árneshreppi og vill leggja sérstaka rækt við hann. Sótt er um styrk til þess að standa straum af kostnaði við tækjakaup og undirbúningsvinnu. Verkefnið hlaut 120.000 kr. styrk.
  • Aðstaða fyrir ferðamenn. Umsækjandi er Strandferðir ehf. Verkefnið gengur út á að setja upp smáhýsi sem aðstöðu fyrir ferðamenn ásamt bekk og borði til að geta tyllt sér niður. Sótt er um styrk til kaupa á byggingarefni og uppsetningu. Verkefnið hlaut 1.480.000 kr. styrk

 
Mynd: KÞH.

Fundurinn ræddi að lokum opinskátt um verkefnið Áfram Árneshrepp og möguleika þess á að sporna við þeirri neikvæðu íbúaþróun sem hefur verið í byggðarlaginu undanfarin ár. Fundargestir lýstu yfir ánægju með verkefnið þrátt fyrir að með því hafi ekki tekist að hafa áhrif á innviði á borð við vegi og ljósleiðaratengingu enn sem komið er.  Áfram verður unnið ötullega að því að stuðla að framgangi þessara mikilvægu mála fyrir byggðina í Árneshreppi.

Á fundinum voru samþykktar tvær ályktanir:

  • „Íbúafundur 16. ágúst 2019 í Árneshreppi samþykkti að fela verkefnisstjóra að undirbúa stofnun félags um matvinnslu.“.
  • „Íbúafundur 16. ágúst 2019 í Árneshreppi fagnar átaki samgönguráðherra til að rjúfa einangrun afskekktra byggðarlaga og nýta 30 milljarða í göng undir Fjarðarheiði, og hvetur ráðherra til að nýta 0,7 milljarða í gerð heilsársvegar yfir Veiðileysuháls og stuðla þannig að því því að rjúfa einangrun Árneshrepps þá þrjá mánuði sem snjómokstri er ekki sinnt.“

Það er von heimamanna að verkefnið muni halda áfram að styðja við frumkvæði í byggðarlaginu og að stjórnvöld styðji íbúa og aðra velunnara byggðarlagsins við að nýta sér þau sóknarfæri sem til staðar eru í Árneshreppi.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389