Fara í efni  

Fréttir

Íslenskir aðilar þátttakendur í fimm af níu nýjum NPA verkefnum

Íslenskir aðilar eru þátttakendur í fimm af níu nýjum Norðurslóðaverkefnum (NPA) sem stjórn NPA samþykkti 12. júní sl. Samtals námu styrkir til verkefna með íslenskum þátttakendum um 5,4 milljónir evra en heildarkostnaður er um 8,6 milljónir evra.

Verkefnin með íslenskum þátttakendum eru:

Empowering Women Entrepreneurs in Sparsley Populated Communities.W-Power er samstarfsverkefni Íslands, Finnlands, Skotlands, Írlands og Svíþjóðar. Íslenski þátttakandinn er Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Finnski þátttakandinn frá Karelia University of Applied Science stýrir verkefninu. Meginmarkmið verkefnisins er að bæta ráðgjafaþjónustu við kvenfrumkvöðla á fámennum svæðum þar sem atvinnulíf er einhæft og neikvæð byggðaþróun hefur verið viðvarandi. W-Power beitir ráðgjafa- og stuðningsaðferðum sem sniðnar eru að þörfum kvenfrumkvöðla sem hverfast um að búa til ný kvennafyrirtæki og efla þau sem fyrir eru. Styrkur til verkefnisins er 1.147.837 evrur en heildarkostnaður er1.820.498 evrur.

BizMentors er samstarfsverkefni Íslands, Finnlands, Norður-Írlands og Írlands. Íslenskir þátttakendur eru Atvinnuþróunarfélag Þingeyginga, Norðurslóðanetið og Atvinnuþróunarfélag Eyfirðinga. Verkefnisstjórinn eru írskur og starfar hjá Western Development Commission.  Verkefni snýst m.a. um þróa írska Bizmentor modelið á rafrænt form þar sem fólk úr atvinnulífinu sem hefur reynslu og þekkingu á að reka fyrirtæki miðla reynslu sinni til frumkvöðla og lítilla og meðalstórra fyrirtækja með áherslu að fyrirtæki í matvæla- og heilsu Styrkur til verkefnisins er 813.371 evrur en heildarkostnaður er 1.343.494 evrur.

Digital Access to Markets for Sustainable Rural Business. Digi2Market auk Íslands eru þátttakendur frá Írlandi, Finnlandi og Norður-Írlandi. Íslenski þátttakendinn er Samband  sveitarfélaga á Norðurlandi vesta (SSVN). Verkefnisstjórinn er írskur og starfar hjá Gaeltach Authority. Verkefnið mun m.a. þróa nýjungar í stafrænum markaðs- og söluhugbúnaði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Styrkur til verkefnisins er 1.122.371 evrur en heildarkostnaður er 1.762.811 evrur.

Heat and Anaeroblic Digestion for District Heating. HANDIHEAT er samstarfsverkefni Íslands, Norður-Írlands, Skotlands, Finnlands og Írlands. Íslenski þátttakandinn er Austurbrú. Northern Ireland Housing Executive stýrir verkefninu. Verkefnið muna vinna að því að þróa ýmis verkfæri og lausnir til að nýta staðbundnar en ónýttar orkuauðlindir fyrir íbúabyggðir í dreifbýli sem ekki hafa aðgengi að hagkvæmri hitaveitu og að draga úr brennslu jarðefnaeldsneyta þar sem þau er notuð til kyndingar. Styrkur til verkefnisins er 1.264.049 evrur en heildarkostnaður er 2.015.553  evrur.   

Smarter Renenewable Energy and Heating Manager forArctic and Northern Rural Territories. SMARTrenew ersamstarfsverkefni Íslands, Finnlands, Noregs, Norður-Írlands og Færeyja. Íslensku þátttakendurnir eru Varmalausnir og Orkusetrið. Verkefnisstjórinn er írskur og starfar hjá Letterkenny Institute of Technolog. Meginviðfangsefni verkefnisins er að auka notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum á svæðum þar sem þeirra er mest þörf, bæta orkuöryggi og innleiða snjallar lausnir í orkunýtni. Styrkur til verkefnisins er 991.407 evrur en heildarkostanður er 1.644.350 evrur.

Upplýsingar um öll verkefnin sem voru samþykkt 12. júní 2018 er að finna hér  

Nánari upplýsingar veitir landstengiliður Norðurslóðaáætlunarinnar Sigríður Elín Þórðardóttir á netfangið sigridur@byggdastofnun.is  eða í síma 455 5400. Ítarlegar upplýsingar um áætlunina er að finna á www.interreg-npa.eu 

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389