Fara í efni  

Fréttir

Möguleikar smárra þorpa gagnvart öflugri þéttbýliskjörnum í sama sveitarfélagi

Árið 2020 hlaut Vigfús Þór Hróbjartsson meistaranemi við Landbúnaðarháskóla Íslands styrk úr meistaranámssjóði Byggðastofnunar. Meistararitgerð hans fjallar um örlög lítilla þorpa innan sameinaðra sveitarfélaga og nefnist „Þriðja þéttbýlið. Gæði, kostir og tækifæri Stokkseyrar innan sveitarfélagsins Árborgar“.

Stokkseyri er lítill þéttbýliskjarni innan sveitarfélagsins Árborgar sem er sveitarfélag staðsett á Suðurlandi í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Innan Árborgar eru þrjú þéttbýli og er Stokkseyri minnst þeirra. Heiti verkefnisins vísar til þess hver staða Stokkseyrar er innan sveitarfélagsins út frá tilfinningalegu mati höfundar við upphaf verkefnisins.

Í rannsókninni er rýnt í þau tækifæri sem til staðar eru innan þorpsins og hinar ýmsu forsendur fyrir frekari uppbyggingu greindar út frá því hvaða styrkleikar, veikleikar, tækifæri og ógnanir eru til staðar og reynt að meta þessa þætti gagnvart stærri þéttbýlum innan sama sveitarfélags. Auk þess er þorpið skoðað út frá hugmyndum um lífsgæði íbúa og er með almennum hætti rýnt í þau gæði sem til staðar geta verið innan smárra þorpa. Út frá þessum greiningum og skoðunum eru lögð fram einföld markmið og viðmið er varða uppbyggingu mismunandi svæða innan þorpsins og unnin gróf tillaga skipulagsbreytinga ásamt skýringarmyndum sem sýna hugmyndir um ásýnd einstakra svæða innan þorpsins.

Skoðað er hverjir möguleikar smárra þorpa út á landi eru gagnvart öflugri þéttbýliskjörnum innan sama sveitarfélags. Að auki er lagt mat á hvaða lífsgæði eru til staðar fyrir íbúa og hvaða leiðum megi hugsanlega beita til að hámarka þau. Aðferðir við vinnslu verkefnisins og niðurstöður má heimfæra að hluta eða öllu leyti á sambærilega þéttbýlisstaði sem standa höllum fæti gagnvart stærri þéttbýliskjörnum innan sameinaðra sveitarfélaga. Hvaða tækifæri eru til staðar? Hvaða lífsgæði eru til staðar og með hvaða hætti má gera þeim hátt undir höfði? Hver eru helstu einkenni slíkra þorpa og hvernig má hámarka gæði þeirra einkenna?

Nálgast má lokaritgerðina hér.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389