Fara í efni  

Fréttir

Þrjú ný byggðarlög tekin inn í Brothættar byggðir

Þrjú ný byggðarlög tekin inn í Brothættar byggðir
Frá íbúaþingi í Árneshreppi

Á fundi sínum í liðinni viku samþykkti stjórn Byggðastofnunar tillögu um þrjú ný byggðarlög í Brothættum byggðum. Það eru Árneshreppur, Borgarfjörður eystri og Þingeyri.

Alls hafa sjö byggðarlög tekið þátt í Brothættum byggðum, en verkefninu Bíldudalur – samtal um framtíðina sem var með frá árinu 2013 lauk formlega í ársbyrjun. Þó er enn verið að vinna að verkefnum sem hlutu styrki úr sjóði Brothættra byggða. Þá lýkur verkefninu Raufarhöfn og framtíðin nú í árslok. Af þessum sökum var ákveðið að bæta við ofangreindum byggðarlögum.

Áfram verður unnið að verkefnunum Breiðdælingar móta framtíðina, Skaftárhreppur til framtíðar, Glæðum Grímsey, Hrísey, perla Eyjafjarðar og Öxarfjörður í sókn.

Næstu skref verða væntanlega þau að setja á fót verkefnisstjórnir fyrir þessi þrjú nýju byggðarlög í samstarfi við heimafólk. Að verkefnunum standa Byggðastofnun, viðkomandi sveitarfélög, landshlutasamtök og/eða atvinnuþróunarfélög og íbúar eiga tvo fulltrúa í hverri verkefnisstjórn.

Þegar hefur verið haldið íbúaþing í Árneshreppi og verður niðurstaða þess grunnurinn að frekari stefnumótun fyrir verkefnið. Þegar myndaðar hafa verið verkefnisstjórnir í verkefnin í Borgarfirði eystri og Þingeyri verður tekið að undirbúa íbúaþing fyrir þau byggðarlög.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389