Fara í efni  

Fréttir

Verkefnið Öxarfjörður í sókn framlengt um eitt ár

Verkefnið Öxarfjörður í sókn framlengt um eitt ár
Mynd: Kristján Þ. Halldórsson

Stjórn Byggðastofnunar hefur samþykkt beiðni frá verkefnisstjórn Öxarfjarðar í sókn um framlengingu um eitt ár, til lok árs 2020, en áætluð verkefnislok voru árslok 2019. Var þá m.a. horft til að vinna að starfsmarkmiðum hafi ekki hafist fyrr en í maí 2016, að fyrsti verkefnisstjóri verkefnisins hafi verið í hlutastarfi á árunum 2016 til 2017 og að verkefnið er er nú að ná betri fótfestu í vestasta hluta byggðarlagsins, þ.e. Kelduhverfi. Þetta kemur meðal annars fram í góðri þátttöku á íbúafundum, góðum framgangi starfsmarkmiða og í vaxandi fjölda umsókna um styrki úr sjóði Brothættra byggða. Síðast en ekki síst telja verkefnisaðilar að það sé líklegt til að skila miklum árangri að bæta ári við verkefnistímann.

Íbúafundur var haldinn í Lundi í janúar sl. og þá fór verkefnisstjórinn, Charlotta Englund, yfir starfsmarkmið verkefnisins. Á fundinum unnu fundargestir í hópum að endurskoðun starfsmarkmiðanna, þ.e. hvort að bæti ætti við starfsmarkmiðum, taka einhver út eða gera á þeim annars konar breytingar. Við lok fundar kusu heimamenn um forgangsröðun starfsmarkmiðanna.

Verkefnisstjórn tók við þessum skilaboðum íbúafundarins og hefur nú unnið úr þeim undir forystu verkefnisstjóra og sett saman í nýtt markmiðaskjal sem finna má hér.

Auglýst var eftir styrkumsóknum í mars úr sjóði verkefnisins. Umsóknarfrestur var til 1. apríl 2016. Til úthlutunar voru 5 milljónir og alls bárust 15 umsóknir. Heildarumfang verkefna er umsóknir lutu að voru rúmlega 96,5 milljónir króna. Sótt var um rúmlega 21,5 milljónir króna.

Úthlutað var styrkjum til 9 verkefna. Verkefnin sem hlutu styrk voru þessi:

Nafn umsækjanda

Nafn verkefnis

Styrkupphæð

Norðurhjari

Kynnum nýjan Dettifossveg

400.000 ISK

Salbjörg Matthíasdóttir

Kjötvinnsla í Árdal

1.000.000 ISK

Neil Robertson

Business plan for scuba diving in Öxarfjörður

300.000 ISK

Skjálftafélagið

Misgengisgönguhressing

150.000 ISK

Brynjar Þór Vigfússon

Ullarvinnslan Gilhaga

850.000 ISK

Klapparós ehf

Rófurækt á Presthólum

675.000 ISK

Bjarnastaðir hestaferðir

Þróun miðnætur hestaferða

375.000 ISK

Ágústa Ágústsdóttir

Deiliskipulag jarðar Meiðavalla við Ásbyrgi

650.000 ISK

Kristinn Rúnar Tryggvason

Veiðitengd ferðaþjónusta

600.000 ISK

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389