Fara í efni  

Fréttir

Vöru- og markaðsþróun grásleppuhrogna

Byggðastofnun hefur frá árinu 2015 veitt styrki til meistaranema á háskólastigi sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar. Styrkirnir koma af fjárveitingu byggðaáætlunar og eru veittir til verkefna sem hafa skírskotun til markmiða eða aðgerða byggðaáætlunar. Tilgangurinn með verkefninu er að auka vitund og áhuga háskólanema á byggðamálum og byggðaþróun og tengsl við byggðaáætlun hverju sinni.

Á fundi sínum þann 16. febrúar síðast liðinn ákvað stjórn Byggðastofnunar að styrkja 3 verkefni. Verkefnið „Putting the Eggs in Different Baskets: Investigating Potential Additional Applications of Icelandic Lumpfish Roe“ hlaut styrk að fjárhæð kr. 400.000,- Umsækjandi er John Hollis Burrows nemi í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Meginmarkmið verkefnisins er þróun nýrra leiða til að markaðssetja og nýta grásleppuhrogn með það að markmiði að auka fjárhagslegan ávinning af grásleppuveiðum við Ísland. Tekjur af hrognkelsaveiði skipta verulegu máli þegar horft er til tekna sjómanna í fjölmörgum smærri byggðarlögum víðsvegar um land. Afkoma af veiðunum hefur á hinn bóginn verið afar sveiflukennd á milli ára og því eftirsóknarvert að kanna fleiri möguleika á nýtingu og sölu hrogna en nú er raunin.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389