Byggðabrunnur
Hér er hægt að skoða myndræna framsetningu mannfjöldaþróunar fyrir 1. janúar ár hvert frá 1998 til 2022. Annars vegar er hægt að skoða mannfjölda yfir tímabilið eftir kyni, aldri og svæði (sambland af sveitarfélögum, hagsvæðum, kjarnasvæðum, landshlutum og meginsvæðum) og hins vegar er hægt að skoða kynjaskipta aldursdreifingu hvers árs, svokallaðan mannfjöldapíramída. Allar upplýsingar um mannfjöldaþróun eru fengnar af vef Hagstofu Íslands.
Mannfjöldaspá Byggðastofnunar niður á sveitarfélög
Hér er hægt að skoða myndræna framsetningu mannfjöldaþróunar fyrir 1. janúar ár hvert frá 1998 til 2021 ásamt framtíðarspá frá 2022 til 2070. Annars vegar er hægt að skoða mannfjölda yfir tímabilið eftir kyni, aldri og spásvæði og hins vegar er hægt að skoða kynjaskipta aldursdreifingu hvers árs, svokallaðan mannfjöldapíramída.
Skipan sveitarfélaga á Íslandi frá 1950
Hér er hægt að skoða sveitarfélagaskipan á Íslandi frá 1950 til 1. janúar 2021. Upplýsingar eru gefnar um númer og nafn sveitarfélaga sem eru flokkuð eftir landshlutum og hagsvæðum samkvæmt mannfjöldaspá Byggðastofnunar.