Atvinnutekjur 2012-2021 eftir atvinnugreinum og svæðum
Byggðastofnun hefur undanfarin ár fengið gögn frá Hagstofu Íslands um atvinnutekjur eftir atvinnugreinum og svæðum til þess að sjá hvaða atvinnugreinar standa undir tekjum íbúa eftir landssvæðum og greina breytingar sem verða þar á. Tekjur einstaklinga fylgja lögheimili einstaklinga en ekki staðsetningu launagreiðanda. Nánari skilgreiningar á atvinnutekjum ásamt svæða- og atvinnugreinaskiptingu er að finna í skýrslu Byggðastofnunar um Atvinnutekjur 2012-2021.
Hér fyrir neðan er mælaborð þar sem hægt er að skoða stöðu og þróun heildaratvinnutekna og atvinnutekna á íbúa eftir svæðum, kyni og atvinnugreinum. Í mælaborðinu er jafnframt hægt að skoða hlutdeild atvinnugreina í atvinnutekjum á landinu öllu eða eftir svæðum. Mælaborðið er hægt að stilla þannig að einkennandi greinar ferðaþjónustu annars vegar og einkennandi greinar menningar eru teknar saman. Fjórir flipar eru í mælaborðinu: 1) Atvinnutekjur á íbúa, 2) Heildaratvinnutekjur, 3) Hlutdeild atvinnugreina, og 4) Breyting atvinnutekna.
Smellið á "tableau" merkið neðst til vinstri í rammanum til að sjá mælaborðið stærra í sér glugga.