Fara Ý efni  

Bygg­aߊtlun

Byggðaþróun og byggðaaðgerðir – Samantekt

Byggð ræðst af framleiðslu- og samfélagsháttum. Fyrr á öldum þéttist byggð við bækistöðvar konunga og herstjóra, viðskipta- og umferðarmiðstöðvar mynduðust við fjölfarin vegamót og þar sem góðar hafnir voru í góðu vegasambandi. Með iðn- og markaðsvæðingunni þéttist byggð við vinnanlegar náttúruauðlindir og námur og enn efldust stjórnsetur, viðskipta- og umferðarmiðstöðvar. Borgarmyndun efldist með iðnvæðingunni og þjónustu sem fylgdi vöruframleiðslu og efldum markaðsviðskiptum. Til borganna sóttu vaxandi greinar en landbúnaðarhéruð urðu veikari. Vaxtarhraði borganna varð sífellt meiri, jókst alla 20. öldina og héruð, fjarlæg frá borgum veiktust enn; fólk flutti þaðan til borganna. Forsendur breyttust þó fyrir vexti sumra borga og bæja og þar óx atvinnuleysi og starfsemi fyrirtækja veiktist og fólk flutti brott.

Þær miklu breytingar sem orðið hafa á byggð síðustu aldir með sífellt vaxandi hraða hafa haft í för með sér óstöðugleika í flestum vestrænum löndum og leitt til aðgerða stjórnvalda til að jafna samfélagslega aðstöðu byggða og ná meiri stöðugleika. Byggðastefna, byggðaáætlanir og byggðaaðgerðir hafa verið áherslumál í flestum vestrænum löndum og til þeirra hafa ríkisstjórnir varið miklum fjármunum.

Í Evrópu hafa byggðaaðgerðir breyst á síðustu árum, færst frá beinum styrkjum til atvinnugreina og fyrirtækja yfir til þess að efla stærri byggðasvæði. Áhersla er á samkeppnishæfni byggðasvæða utan við miðsvæði Evrópu, á að styrkja þar þróun nokkurra kjarna (polycentric), á menntaskilyrði og lífsgæði.

Á Íslandi hefur byggðaþróun verið með svipuðum hætti og annars staðar á Vesturlöndum. Á miðöldum mynduðust þéttbýli við biskupsstólana í Skálholti og á Hólum en hurfu þegar staðirnir misstu vald og vægi. Bæir mynduðust við fiskihafnir og verslunarstaði og hraðast í Reykjavík þar sem iðnvæðingin byrjaði og stjórnsetri var komið á fót. Fólksflutningar hafa verið miklir til höfuðborgarsvæðisins og íslensk stjórnvöld hafa mótað byggðastefnu og unnið byggðaáætlanir.

Skrßning ß pˇstlista

  • Bygg­astofnun á| á┴rtorg 1 á| á550 Sau­ßrkrˇkurá
  • SÝmi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi­ frß kl. 8:30-16:00á | kt. 450679-0389