Fara í efni  

Vaxtarsamningar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (ANR) hefur gert vaxtarsamninga við samtök heimamanna á undanförnum árum. Í upphafi árs 2010 var skrifað undir 5 vaxtarsamninga. Vaxtarsamning Vesturlands, Vaxtarsamning Vestfjarða, Vaxtarsamning Austurlands, Vaxtarsamning Suðurlands og Vaxtarsamning Suðurnesja. Fyrstu fjórir samningarnir komi í stað samningar sem runnu út um áramótin 2009/2010 en Vaxtarsamningur Suðurnesja er fyrsti samningurinn sem gerður er við það svæði.

Vaxtarsamningar ná nú til allra þeirra svæða þar sem heimilt er að veita byggðastyrki á Íslandi. Starfssvæði vaxtarsamninganna fara saman við starfssvæði atvinnuþróunarfélaganna og eru það atvinnuþróunarfélögin, hvert á sínu svæði, sem annast framkvæmd hinna nýju samninga. 

Gildistími samninganna er frá upphafi árs 2010 til ársloka 2013. Framlag ANR er nokkuð mismunandi til hinna einstöku samninga eða frá 20 og upp í 35 milljónir á árinu 2010. Mun ANR fjármagna allt að 50% af styrkhæfum kostnaði einstakra verkefna, gegn mótframlagi annarra þátttakenda.

Markmið allra samninganna er að efla nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífsins, auka hagvöxt með virku samstarfi fyrirtækja, háskóla, sveitarfélaga og ríkisins. Leiðir að þessu markmiði skulu m.a. vera:

  1. Efla samstarf fyrirtækja, háskóla og opinberra stofnana um þróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins.
  2. Þróa áfram og efla klasasamstarf vaxtargreina svæðisins og efla svæðisbundna sérþekkingu á vel skilgreindum styrkleikasviðum.
  3. Fjölga samkeppnishæfum fyrirtækjum og störfum og efla framboð á vörum og þjónustu.
  4. Stuðla að útflutningi vöru og þjónustu og gjaldeyrisskapandi starfsemi.
  5. Nýta möguleika sem skapast með aðild að alþjóðlegum verkefnum.
  6. Laða að alþjólega fjárfestingu og þekking.

Áhersla er lögð á uppbyggingu klasa og framgang rannsókna og þróunar á mismunandi sviðum eftir því hvar styrkleikar einstakra svæða liggja. Vísast í því efni til heimsíðna viðkomandi vaxtarsamninga.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fól Byggðastofnun að meta hvort skilyrði eru til útborgunar framlags til vaxtarsamninganna og hefur í því sambandi gefið út verklagsreglur um mat á gögnum frá vaxtarsamningunum.

 

 Vaxtarsamningur Austurlands  Vaxtarsamningur Eyjafjarðar Vaxtarsamningur Norðurlands vestra 


Vaxtarsamningur Suðurlands og Vestmannaeyja
 
Vaxtarsamningur Vestfjarða
 Vaxtarsamningur Vesturlands
Vaxtarsamningur Suðurnesja
 
 

Hægt er að komast á heimasíðu hvers vaxtarsamnings með því að smella á viðkomandi myndmerki (logo). Ekki eru sérstakar heimasíður fyrir Vaxtarsamning Norðausturlands en nálgast má upplýsingar um hann á heimasíðu Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.

Verklag við mat á gögnum vegna vaxtarsamninga 2010-2013

(Uppfært 20.01.2016)

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389