Fara í efni  

Byggðaáætlun 2006-2009

Þann 3. júní 2006 samþykkti Alþingi ályktun um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2006 til 2009. Ályktunin felur í sér markmið, áherslur og 23 aðgerðartillögur til þess að ná settum markmiðum. Í henni segir m.a.: Með byggðaáætluninni verði stefnt að því að bæta búsetuskilyrði á landsbyggðinni og efla samkeppnishæfni landsins. Eftirfarandi meginmarkmið verði lögð til grundvallar:

  • Að landshlutakjarnar verði efldir en jafnframt hugað sérstaklega að leiðum til þess að treysta búsetu í þeim byggðarlögum sem glímt hafa við viðvarandi fólksfækkun.
  • Að byggðarlög nái að laga sig að örri samfélagsþróun og hröðum breytingum á atvinnuháttum.
  • Að atvinnulíf, menntun, menning og félagslegt jafnræði verði styrkt á landsbyggðinni.

Sérstök áhersla verði lögð á gildi menntunar og menningar, aukna nýsköpunar- og atvinnuþróunarstarfsemi, bættar samgöngur og fjarskipti og styrkingu landshlutakjarnanna Akureyrar, Ísafjarðar og Miðausturlands og annarra mikilvægra atvinnu- og þjónustumiðstöðva á landsbyggðinni.

Á gildistíma byggðaáætlunar skulu stjórnvöld hafa þrjú meginatriði að leiðarljósi:

  • Að stórefla menntun á landsbyggðinni.
  • Að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni.
  • Að efla Byggðastofnun og gera henni kleift með framlögum í fjárlögum að sinna mikilvægum verkefnum á sviði byggðamála.

Lesa má áætlunina í heild með því að smella hér.

Einnig má lesa nefndarálit iðnaðarnefndar Alþingis um þingsályktunartillögu um byggðaáætlun 2006-2009 með því að smella hér.

Skýrslu um ástand og horfur, byggðaáætlanir og byggðaaðgerðir má nálgast með því að smella hér.

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389