Fara í efni  

Fréttir

Starf við verkefna- og upplýsingamál

NORA auglýsir eftir starfsmanni til starfa við upplýsingamál og verkefnaþróun á Norður Atlantssvæðinu.

6.10.2006

NORA auglýsir eftir starfsmanni til starfa við upplýsingamál og verkefnaþróun á Norður Atlantssvæðinu.

NORA þróar og styður atvinnutengd samstarfsverkefni milli Norður Atlantslandanna. Þetta er áhugavert og krefjandi starf sem felur í sér tengsl við fjölda fólks og fyrirtækja. Til að sinna þessu vill NORA styrkja upplýsingastarfsemi sína og getu til að leggja mat á og þróa verkefni. NORA óskar því eftir að bæta við dugmiklum og reyndum starfskrafti á aðalskrifstofu sína.

Boðið er upp á áhugavert starf með eftirtöldum verkefnum:

  • þróun og uppfærslu á ýmiss konar upplýsingaefni
  • þróun og uppfærslu á yfirlitum og gagnagrunnum með upplýsingum um verkefni, samstarfsaðila, aðra tengiliði o.fl.
  • miðlun á niðurstöðum og framgangi áætlana
  • þátttöku í verkefnaþróun og -mati á ýmsum sviðum atvinnulífsins

 

Leitað er að:
Áhugasömum starfsmanni sem vill ná árangri í starfi, helst með háskólamenntun eða samsvarandi og gjarnan með langa starfsreynslu. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á vinnu með gagnagrunna og aðra upplýsingatækni, vera opinn og geta unnið sjálfstætt, en geta jafnframt unnið með samstarfsaðilum NORA og þátttakendum í verkefnum. Einnig þarf hann/hún að hafa gott vald á einu Norðurlandamáli og ensku og geta miðlað á þeim tungumálum af fagmennsku. Létt lund er mikils metin.

Skilmálar:
Við ráðningu verður byggt á kjarasamningi viðeigandi stéttarfélags og að öðru leyti á færeyskum reglum. Við ráðningu aðila utan Færeyja verður kostnaður vegna ferðar á staðinn við ráðningu greiddur.

Ráðið verður í starfið frá 1. nóvember 2006 eða sem fyrst eftir það.

Umsóknir skulu berast skrifstofu NORA, Bryggjubakka 12, pósthólf 259, FO-110 Tórshavn, Færeyjum,  í síðasta lagi 20. október 2006.

Frekari upplýsingar veitir Kaspar Lytthans, NORA, í síma +298 35 31 11, +298 31 71 67 eða +298 21 41 28.

NORA eru svæðisbundin verkefnasamtök sem heyra undir Norrænu ráðherranefndina. NORA þróar og styður verkefnasamstarf á milli Færeyja, Grænlands, Íslands, og Norður og Vestur Noregs. NORA vinnur jafnframt með Svíþjóð, Finnlandi og Skotlandi í gegnum Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389