Fara í efni  

Eigendastefna um eignarhluti Byggđastofnunar í hlutafélögum

Inngangur

Margvíslegar ástćđur geta veriđ fyrir hlutafjáreign Byggđastofnunar.  Í lögum um Byggđastofnun nr. 106/1999, eru ekki skilgreindar međ skýrum hćtti heimildir Byggđastofnunar til hlutafjárkaupa, og í hverjum tilvikum slíkt sé heimilt, ađ öđru leyti en ţví ađ í 8. tl. 4. gr. laganna kemur fram ađ ţađ sé međal verkefna stjórnar ađ taka ákvarđanir um hlutafjárkaup og ţátttöku í eignarhalds- fjárfestingar- og ţróunarfélögum.  Almennt skal fjárhagsleg fyrirgreiđsla miđast viđ ađ stofnunin sé ekki beinn ţátttakandi í atvinnurekstri. Ţó er stofnuninni heimilt ađ taka ţátt í félagi međ allt ađ 30% hlutafjárframlagi ef ríkar ástćđur eru til ađ mati stjórnar stofnunarinnar. Í reglugerđ nr. 347/2000 um Byggđastofnun, eru heimildir stofnunarinnar skilgreindar nánar ađ ţessu leyti, og eiga einkum viđ ţegar um er ađ rćđa stofnun nýrra fyrirtćkja, eđa ţátttöku í eignarhalds-,  fjárfestingar- og ţróunarfélögum.  Byggđastofnun er ţó ćtíđ heimilt ađ verja kröfur sínar međ ţví ađ breyta ţeim í hlutafé. Ţá er Byggđastofnun heimilt ađ breyta fullnustueignum í hlutafé ţegar ţađ er taliđ vera fjárhagslega hagkvćmasta leiđin til ađ verja innheimtuhagsmuni stofnunarinnar.  Engin skilyrđi eru fyrir stćrđ eignarhluta, tegund atvinnurekstrarins eđa hluthafahópnum viđ slíka nauđasamninga, heldur einungis ađ fjárhagslegir hagsmunir stofnunarinnar séu best varđir međ ţessum hćtti.  Stjórn Byggđastofnunar tekur ákvörđun um kaup á hlutafé ađ fenginni tillögu lánanefndar.  Sé um ađ rćđa breytingu á lánum í hlutafé ţarf Ríkisendurskođun ađ stađfesta ţá afgreiđslu.

Skipulag eignarhalds og ábyrgđ

Forstjóri Byggđastofnunar tilnefnir hćfa fulltrúa í stjórnir félaga í samrćmi viđ eignarhlut stofnunarinnar. Byggđastofnun hefur sett sér ţađ markmiđ ađ kynjahlutfall stjórnarmanna sem stofnunin skipar sé sem jafnast og ađ hvort kyn fylli aldrei minna en 40% allra stjórnarsćta sem stofnunin skipar.  Lánasérfrćđingur á fyrirtćkjasviđi heldur utanum hlutabréfasafn stofnunarinnar, kallar eftir ársreikningum félaga, annast verđmat safnsins í samráđi viđ forstjóra og forstöđumann fyrirtćkjasviđs og hefur samskipti viđ endurskođanda vegna ţess.

Í störfum sínum í stjórn leitast fulltrúi Byggđastofnunar viđ ađ tryggja ađ samskipti Byggđastofnunar og félaga sem einnig eru í lánsviđskiptum viđ stofnunina séu á eđlilegum viđskiptalegum forsendum.  Einnig ađ skipulag, stefnumótun, fjárhagur, efnahagur og rekstrarmálefni fyrirtćkisins, og ársreikningur, áćtlanagerđ, árangursmat, reglusetning og eftirlit međ starfseminni, séu í samrćmi viđ reglur laga um hlutafélög.  Ţá leggur Byggđastofnun áherslu á ađ starfsemi fyrirtćkisins raski ekki samkeppni, eđa fari á annan hátt í bága viđ samkeppnislög.  Verđi stjórnarmađur Byggđastofnunar áskynja um óeđlilega viđskiptahćtti í félaginu skal hann upplýsa forstjóra Byggđastofnunar um slíkt ţegar í stađ.  Sé fulltrúi Byggđastofnunar einnig starfsmađur stofnunarinnar kemur hann ekki ađ úrvinnslu né afgreiđslu fyrirgreiđsluerinda viđkomandi fyrirtćkis til hennar.

Kröfur og viđmiđ um rekstur

Stjórn og stjórnendur viđkomandi félags bera ábyrgđ á rekstri ţess og skulu hafa arđsemi rekstrarins ađ leiđarljósi.  Byggđastofnun gerir kröfu um ađ ársreikningum félagsins sé skilađ til stofnunarinnar tímanlega ţannig ađ unnt sé ađ byggja á ţeim viđ mat á hlutafjáreign stofnunarinnar í reikningsskilum hennar.

Sala eđa önnur ráđstöfun eignarhluta Byggđastofnunar

Markmiđ Byggđastofnunar er ađ selja eignarhluti sína svo fljótt sem kostur er, og skulu ţeir jafnan auglýstir til sölu á heimasíđu stofnunarinnar.  Einnig er heimilt ađ setja bréfin í sölu á viđurkenndum hlutabréfamarkađi.  Hafa ber í huga ađ í samrćmi viđ tilgang sinn er Byggđastofnun oft ráđandi hluthafi í fyrirtćkjum á litlum markađi á varnarsvćđum.  Ţví ber henni ađ gćta ţess ađ atvinnuöryggi og byggđafestusjónarmiđum sé ekki stefnt í hćttu viđ sölumeđferđ hluta í slíkum fyrirtćkjum.  Viđ sölu á hlutabréfum í eigu stofnunarinnar miđast viđskipti viđ stađgreiđslu.  Í sérstökum tilvikum er ţó heimilt ađ lána hluta kaupverđs sé ţađ taliđ samrýmast hagsmunum stofnunarinnar.  Byggđastofnun er heimilt ađ ráđstafa eignarhlut sínum í fyrirtćkjum međ samruna viđ önnur fyrirtćki telji stofnunin ađ slík ráđstöfun sé best til ţess fallin ađ hámarka verđmćti eignarhlutar síns.

Byggđastofnun hefur í siđareglum sett sér metnađarfull markmiđ um góđa stjórnsýslu, skilvirkni og málefnalegt gegnsći allra verkferla, og skal söluferliđ taka miđ af ţví.  Stjórn Byggđastofnun tekur ákvörđun um sölu ađ fenginni tillögu lánanefndar.

Samţykkt á fundi stjórnar Byggđastofnunar 14. febrúar 2014.

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Sauđármýri 2  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389