Fara í efni  

Málþing Brothættra byggða 2023

Afmælismálþing Brothættra byggða, haldið á Raufarhöfn 5. október 2023

Málþing um byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir var haldið  í Félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn 5. október 2023. Fjölmenni var á málþinginu, um áttatíu manns, auk þess sem um 2700 horfðu í lengri eða skemmri tíma á streymi frá þinginu á netinu.

Fjórtán byggðalög hafa tekið þátt í verkefninu á rúmum áratug. Á árinu 2023 eru fimm byggðarlög þátttakendur. Meginmarkmið Brothættra byggða er að sporna við viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðakjörnum og í sveitum landsins.

Hér fyrir neðan má nálgast erindi frá málþinginu svo og dagskrá málþingsins sem og upplýsingarit um málþingið.

 

Ávarp. Halldóra Kristín Hauksdóttir, formaður stjórnar Byggðastofnunar.

Hvernig varð verkefnið Brothættar byggðir til?  Sigríður K. Þorgrímsdóttir, Byggðastofnun.

Brothættar byggðir, verkefnið í hnotskurn. Helga Harðardóttir og Kristján Þ. Halldórsson umsjónaraðilar Brothættra byggða, Byggðastofnun.

Framkvæmd íbúaþinga, samtalið við íbúa. Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Ildi.

Verkefnisstjórar í Brothættum byggðum, límið í hverju byggðarlagi. Alda Marín Kristinsdóttir fyrrum verkefnisstjóri Betri Borgarfjarðar, Gunnar Már Gunnarsson verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar og Linda Guðmundsdóttir verkefnisstjóri DalaAuðs.

Samstarf hagaðila í Brothættum byggðum. Arinbjörn Bernharðsson Áfram Árneshreppur, Charlotta Englund Öxarfjörður í sókn og Esther Ösp Valdimarsdóttir Sterkar Strandir.

Mikilvægi styrkja úr Frumkvæðissjóði Brothættra byggða, sýn styrkþega. Pedro Rodrigues forstöðumaður Rannsóknastöðvarinnar Rifs og Auður Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson, eigendur Blábjarga og KHB á Borgarfirði eystri.

Áhrifamat Brothættra byggða, niðurstöður úttektar KPMG. Hjálmur Hjálmsson og Vilhjálmur Sveinsson, KPMG.

Byggðaþróunarverkefni og stuðningur framtíðar, hver verður þörfin fyrir Brothættar byggðir? Aðalsteinn Þorsteinsson, skrifstofustjóri sveitarfélaga og byggðamála í innviðaráðuneytinu.

Uppfært 4. janúar 2024.

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389