Fara í efni  

Bakkafjörður

Betri Bakkafjörður

Bakkafjörður hóf göngu sína í verkefninu Brothættar byggðir árið 2019 undir heitinu Betri Bakkafjörður. Áætlað var að verkefnið myndi vara til loka árs 2023 hvað aðkomu Byggðastofnunar varðar, en verkefnið hefur verið framlengt til loka árs 2024.

Um byggðarlagið:

Syðst á austanverðu Langanesi er Gunnólfsvíkurfjall og eru þar skil milli landsfjórðunga. Þar tók áður við Skeggjastaðahreppur í Norður-Múlasýslu, en hann er nú hluti Langanesbyggðar. Gunnólfsvíkurfjall er einkar tignarlegt þar sem það rís beint úr sjó upp í 719 m hæð og þaðan er ægifagurt útsýni. Í góðu skyggni sést þaðan allt suður til Herðubreiðar og Dyngjufjalla.

Austan og sunnan Langaness tekur við Langanesströndin sem liggur við botn Bakkaflóa, en hann skiptist í Finnafjörð, Miðfjörð og Bakkafjörð. Á Langanesströnd er m.a. að finna Djúpalæk sem skáldið þjóðkunna Kristján Einarsson frá Djúpalæk kenndi sig við. Annað landsþekkt skáld af Langanesströnd var Magnús Stefánsson frá Kverkártungu, en hann tók sér listamannsnafnið Örn Arnarson og orti m.a. “Hafið, bláa hafið”. Skeggjastaðakirkja er elsta kirkja á Austurlandi, byggð úr rekaviði 1845. Sr. Hóseas Árnason stóð fyrir byggingu kirkjunnar. Ráðist var í gagngerar endurbætur á kirkjunni á árunum 1961-62.

Á seinni hluta 19. aldar myndaðist þorp í kringum útgerð og verslun í landi Hafnar við Bakkafjörð. Áður hét þorpið Höfn, en er nú í daglegu tali kallað Bakkafjörður. Frá fyrstu tíð hefur lífið á Bakkafirði að mestu snúist um fiskveiðar, þrátt fyrir fremur bága hafnaraðstöðu lengst af. Í þorpinu sjálfu stendur “gamla bryggjan” en á níunda áratug síðustu aldar var ný höfn gerð rétt sunnan við þorpið og er þaðan töluverð smábátaútgerð. Höfnin er einstaklega falleg og þar gefst kjörið tækifæri til að fylgjast með þeirri einstöku stemningu sem fylgir þessari tegund af útgerð.

Veittir eru verkefnastyrkir á vegum Brothættra byggða til þróunarverkefna og annarra samfélagseflandi verkefna á þeim svæðum sem taka þátt. Sjá má yfirlit yfir veitta verkefnastyrki í öllum þátttökubyggðarlögum hér. Hér fyrir neðan má skoða yfirlit styrkja í Betri Bakkafjörður í PDF skjali.

Verkefnisstjóri: Romi Schmitz romi@ssne.is

Í verkefnisstjórn eru: Björn S. Lárusson sveitarstjóri, Sigurður Guðmundsson oddviti, Hildur Halldórsdóttir hjá SSNE, Mariusz Mozejko og Gunnlaugur Steinarsson f.h. íbúa og loks Helga Harðardóttir og Kristján Þ. Halldórsson frá Byggðastofnun.

Hér má skoða gögn sem tengjast mótun verkefnisins og framvindu þess:

Skýrsla ráðherraskipaðrar nefndar um málefni við Bakkaflóa.
Samantekt íbúaþings í mars 2019.
Markmið og framtíðarsýn, samþykkt á íbúafundi í nóvember 2019.

Markmið og framtíðarsýn, endurbætt og samþykkt verkefnisáætlun 2022.

Betri Bakkafjörður - ársskýrsla 2019
Betri Bakkafjörður - ársskýrsla 2020 

Betri Bakkafjörður - ársskýrsla 2021

Betri Bakkafjörður - ársskýrsla 2022

Samfélagssáttmáli - febrúar 2022

Frumkvæðissjóður Betri Bakkafjarðar 2022

Heildaryfirlit styrkja - Betri Bakkafjörður

 

Mynd: Frá Bakkafirði, Langanes í bakgrunni / Kristján Þ. Halldórsson.

Uppfært 13. mars 2024.

Upplýsingar um Bakkafjörð fengnar á heimasíðu Norðausturlands http://www.nordausturland.is/ 

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389