Fara í efni  

Lánveitingar

Byggđastofnun veitir langtímalán til fjárfestinga, hagrćđingar og fjárhagslegrar endurskipulagningar fyrirtćkja á starfssvćđi stofnunarinnar. Lánastarfsemi Byggđastofnunar er valkostur í fjármögnun sem stuđlar ađ hagstćđum lánskjörum og lánsframbođi fyrir lítil og međalstór fyrirtćki í landsbyggđunum.

Stjórn Byggđastofnunar setur almennar reglur um lánakjör stofnunarinnar. Markmiđ lánastarfseminnar er m.a. ađ tryggja fyrirtćkjum í landsbyggđunum ađgang ađ langtímalánum á sem hagstćđustu kjörum, stuđla ađ vexti fyrirtćkja, nýsköpun í atvinnulífi og eflingu byggđanna. Samhliđa lánastarfseminni er veitt ráđgjöf um fjárhagsuppbyggingu og samstarf viđ ađrar lánastofnanir.

Áđur en samningssambandi er komiđ á viđ viđskiptamann, eđa áđur en viđskipti eiga sér stađ er gerđ krafa um ađ nýr viđskiptamađur sýni fram á ađ hann sé í viđskiptum viđ sambćrilegt fjármálafyrirtćki eđa – stofnun og tilgreind eru í 16. gr. laga nr. 64/2006.

Byggđastofnun leggur áherslu á vandađa vinnu viđ lánshćfismat og áhćttugreiningu. Í ţví skyni gerir stofnunin skilgreindar kröfur um upplýsingar, gögn og áćtlanir frá viđskiptamönnum. Viđ mat á umsókn hefur lánanefndin til viđmiđunar rekstur og rekstrarhorfur fyrirtćkis, fjárhagsstöđu, reynslu og ţekkingu fyrirsvarsmanna ţess, tryggingar fyrir lánum, nýsköpunargildi, samkeppnissjónarmiđ og gildi fyrir uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggđunum.

Lánanefnd, sem skipuđ er forstjóra, forstöđumönnum sviđa og lánasérfrćđingum fyrirtćkjasviđs, afgreiđir erindi sem nema ađ ákvarđađri afgreiđslufjárhćđ allt ađ 70 m.kr.  Lánsbeiđnir sem nema hćrri fjárhćđ afgreiđir stjórn ađ fenginni greinargerđ og áliti lánanefndar.

Allir umsćkjendur fá skriflegt svar og ţar geta komiđ fram tiltekin skilyrđi fyrir lánveitingu. Telji umsćkjandi ađ ákvarđanir lánaefndar samrýmist ekki starfsreglum getur hann skotiđ máli sínu til stjórnar stofnunarinnar.

Lánsumsókn skal senda í gegn um ţjónustugátt. Eftir ađ lánsumsókn hefur borist stofnuninni er hćgt ađ sjá málsnúmer og stöđu máls inni í ţjónustugátt. Mikilvćgt er vanda umsókn og ţau fylgigögn sem send eru međ umsókn.

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400  |  Fax 455-5499
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389