Fara í efni  

Póstþjónusta

Alþingi samþykkti í júní 2021 breytingar á lögum til að færa eftirlit með póstþjónustu frá Póst- og fjarskiptastofnun til Byggðastofnunar með það að markmiði að tryggja skilvirka þjónustu um allt land. Byggðastofnun tók formlega við málaflokknum 1. júlí 2021.

Byggðastofnun veitir leyfi til að starfrækja póstþjónustu og hefur eftirlit með póstmálum og framkvæmd laga um póstþjónustu.

Byggðastofnun hefur eftirlit með skilmálum póstrekenda og gjaldskrá fyrir alþjónustu. 

Byggðastofnun setur viðmið um gæði í póstþjónustu.

Byggðastofnun tekur við kvörtunum vegna framkvæmda póstrekenda á lögum um póstþjónustu nr. 98/2019.  Hægt er að koma á framfæri kvörtunum með því að fylla út eyðublað sem finna má hér.

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389