Fara í efni  

Íbúafjöldi sveitarfélaga og byggðakjarna í ársbyrjun

Byggðakjarni er, samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar, þéttbýli innan eins sveitarfélags með 50 eða fleiri íbúa og minna en 200 metra á milli húsa. Ef samfellt þéttbýli nær yfir fleiri en eitt sveitarfélag skilgreinist það sem jafn margir byggðakjarnar. Dæmi um slíkt er á Akureyri þar sem hluti byggðarinnar er í Hörgársveit og kallast sá byggðakjarni Lónsbakki.

Hér fyrir neðan er kortamælaborð sem sýnir íbúafjölda sveitarfélaga og byggðakjarna 1. janúar hvert ár frá 1998. Á kortinu sjást upplýsingar um íbúafjölda, kynjaskiptingu og aldursdreifingu (aldurspýramídi) þegar músarbendill er færður yfir sveitarfélög eða byggðakjarna á kortinu. Þar sem mikið magn gagna er bakvið kortið getur stundum tekið nokkrar sekúndur fyrir aldurspýramídann að teiknast.

Í flipanum Töfluyfirlit sést ítarlegri sundurliðun íbúafjöldans og þar er hægt að sía gögnin niður eftir kyni, aldri, landshluta, sveitarfélagi og byggðakjarna.

Smellið á "tableau" merkið neðst til vinstri í rammanum til að sjá kortið stærra í sér glugga.

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389