Hlutafé
Stofnuninni er heimilt á árinu 2022 að verja allt að 50 mkr. til þátttöku í hlutafjáraukningu í félögum sem hún er þegar hluthafi í til að styrkja fjárhag þeirra og verja hagsmuni sína.
Þá er stofnunin hluthafi í eignarhaldsfélögum víða um land. Þessi félög hafa þann tilgang að fjárfesta í fyrirtækjum á sínu landsvæði til þess að styðja við og hvetja til frekari atvinnuuppbyggingu í heimabyggð.
Nánari upplýsingar um hlutafé Byggðastofnunar veitir Pétur Grétarsson, sérfræðingur.