Fara í efni  

Átthagafjárfestar

Byggðastofnun hefur unnið að eflingu átthagafjárfesta í landsbyggðunum með það að markmiði að í hverjum landshluta verði starfandi öflugur átthagafjárfestir sem styður við eflingu atvinnulífs á svæðinu. Þessi félög eru að meirihluta í eigu heimamanna sem bera hag síns nærumhverfis fyrir brjósti og þekkja það best. Byggðastofnun er minnihlutaeigandi sem kemur að félögunum með fjármagn og sérfræðiþekkingu. Þetta hefur reynst mikilvægur hluti af atvinnuuppbyggingu til viðbótar við lánveitingar stofnunarinnar. Unnið verður markvisst að því að styðja betur við félögin og leita leiða til að efla þau, m.a. með auknu hlutafjárframlagi að upphæð allt að 100 m.kr. á árinu 2024.

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389