Fara í efni  

Byggđaáćtlun 2018-2024

Ráđherra sjávarútvegs, landbúnađar og byggđamála fól Byggđastofnun međ bréfi dags. 9. mars sl. ađ hefja vinnu viđ mótun stefnumótandi byggđaáćtlunar 2017-2023. Stefnt er ađ ţví ađ ráđherra leggi ţingsályktunartillögu fyrir Alţingi síđla árs.

Áćtlunin verđur unnin samkvćmt nýjum lögum nr. 69/2015 um byggđaáćtlun og sóknaráćtlanir. Helstu breytingar frá ţeim lagaákvćđum sem giltu eru ađ áćtlunin mun ná til sjö ára í stađ fjögurra ára áđur, hún á ađ ná til landsins alls og hana á Byggđastofnun ađ vinna í samvinnu viđ stýrihóp Stjórnarráđsins um byggđamál. Hlutverk stýrihópsins samkvćmt ţessum nýju lögum er ađ efla samhćfingu innan Stjórnarráđsins í byggđamálum og tryggja um ţau mál virkt samráđ viđ sveitarstjórnarstigiđ. Stýrihópurinn vinnur međ sóknaráćtlanir landshluta í ljósi áćtlana ráđuneyta og í honum sitja fulltrúar allra ráđuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ţá er í lögunum áhersla á ađ byggđaáćtlun verđi mótuđ í samráđi viđ sveitarfélög og landshlutasamtök ţeirra og á samhengi sóknaráćtlana landshlutanna og byggđaáćtlunar.

Samráđsfundir í ráđuneytum og samráđsvettvöngum landshlutanna hafa stađiđ á vormánuđum og stefnt er ađ endurtekningu á haustmánuđum. Ţá er ćtlunin ađ rćkta samráđiđ međ netsamskiptum hér á heimasíđu Byggđastofnunar. Hér má nálgast gögn sem tengjast mótun byggđaáćtlunar, lög, eldri byggđáćtlanir, stöđugreiningar og upplýsingar um mótun nýju áćtlunarinnar, starfsnefndir, starfshćtti og nátengdar áćtlanir ríkisins og sóknaráćtlanir landshlutanna. Hér má líka koma á framfćri tillögum í byggđaáćtlunina og sjónarmiđum til ţeirra sem ađ henni starfa.

Stefnumótandi Byggđaáćtlun fyrir árin 2018-2024 var samţykkt á Alţingi 11. júní 2018 og má nálgast hér.

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389