Fara í efni  

Eyrarrósin

EyrarrósinEyrarrósin er viðurkenning veitt framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins og hefur verið veitt allt frá árinu 2005. 

Frá upphafi hafa Listahátíð í ReykjavíkByggðastofnun og Icelandair (áður Flugfélag Íslands) staðið saman að viðurkenningunni. Verndari Eyrarrósarinnar er frú Eliza Reid forsetafrú.

Markmið Eyrarrósarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði lista og menningar. Eyrarrósinni fylgir 2,5 milljón króna verðlaunafé. Að auki eru í nafni Eyrarrósarinnar veitt þrenn hvatningarverðlaun til verkefna sem eru minna en þriggja ára og fylgir hverju þeirra 750 þúsund króna verðlaunafé.

Handhafar Eyrarrósarinnar frá upphafi:

  • Alþýðuhúsið á Siglufirði (2023)
  • Handbendi Brúðuleikhús, Hvammstanga (2021)
  • Skjaldborg – Hátíð íslenskra heimildarmynda á Patreksfirði (2020)
  • List í ljósi á Seyðisfirði (2019)
  • Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar (2018)
  • Eistnaflug (2017)
  • Verksmiðjan á Hjalteyri (2016)
  • Frystiklefinn á Rifi (2015)
  • Áhöfnin á Húna (2014)
  • Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi (2013)
  • Safnasafnið á Svalbarðsströnd (2012)
  • Sumartónleikar í Skálholtskirkju (2011)
  • Bræðslan á Borgarfirði eystra (2010)
  • Landnámssetur Íslands (2009)
  • Rokkhátíð alþýðunnar; Aldrei fór ég suður (2008)
  • Stranda­galdur á Hólmavík (2007)
  • LungA, Listahátíð ungs fólks á Austurlandi (2006)
  • Þjóðlagahátíðin á Siglufirði (2005)

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389