Fara í efni  

Starfsnefndir Byggðaáætlunar

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál

Stýrihópurinn er skipaður fulltrúum allra ráðuneyta. Lög um byggðaáætlun og sóknaráætlanir segja (2.mgr. 2.gr.): Hlutverk stýrihópsins er að efla samhæfingu innan Stjórnarráðsins í málefnum sem snúa að byggðamálum og tryggja virkt samráð við sveitarstjórnarstigið í þessum málaflokki. Og (3.mgr. 3.gr.): Byggðaáætlun skal unnin í umboði ráðherra af Byggðastofnun í samvinnu við stýrihóp Stjórnarráðsins um byggðamál.

Fulltrúar í stýrihópnum tryggja upplýsingastreymi milli stýrihópsins og þeirra starfsmanna viðkomandi ráðuneytis sem fjalla um málefni sem upp koma við vinnslu stefnumótandi byggðaáætlunar. Þeir tengja Byggðastofnun og þessa starfsmenn ráðuneyta og þar með við áætlanir ráðuneytanna. Að auki hefur Samband íslenskra sveitarfélaga fulltrúa í stýrihópnum og með honum vinnur verkefnisstjóri sóknaráætlana landshluta, Hólmfríður Sveinsdóttir, starfsmaður Byggðastofnunar.

Árið 2016 skipa eftirtaldir stýrihóp Stjórnarráðsins um byggðamál:

  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti: Hanna Dóra Hólm Másdóttir, formaður
  • Forsætisráðuneytið: Steinunn Halldórsdóttir
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið: Sigurður Guðmundsson
  • Innanríkisráðuneytið: Stefanía Traustadóttir
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Karítas Gunnarsdóttir, Þórarinn V. Sólmundarson
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Björn Helgi Barkarson
  • Utanríkisráðuneytið: Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir
  • Velferðarráðuneytið: Þór Þórarinsson

Ráðgjafarráð

Ráðgjafarráð hefur það hlutverk að ræða og gera tillögur til Byggðastofnunar um stefnumið, áherslur og aðgerðir fyrir stefnumótandi byggðaáætlun til 7 ára. Hópurinn hefur sjálfur frumkvæði að viðfangsefnum og tekur til umræðu erindi sem Byggðastofnun beinir til hans, aðfengnum eða úr eigin ranni.

Miðað er við að ráðgjafarhópurinn fundi fjórum sinnum á mótunartíma byggðaáætlunar og að fundirnir miðist í tíma við mótunarþætti hennar samkvæmt verkáætlun.

Verkefnisstjórn óskaði eftir formennsku Þórodds Bjarnasonar, prófessors í HA.

Ráðgjafarráðið er þannig skipað samkvæmt tilnefningum:

  • Háskólinn á Akureyri: Þóroddur Bjarnason
  • Samstarfsnefnd háskólastigsins: Daði Már Kristófersson
  • Landshlutasamtök sveitarfélaga: Páll S. Brynjarsson
  • Alþýðusamband Íslands: Finnbogi Sveinbjörnsson
  • BSRB, BHM og KÍ: Árni Egilsson
  • Samtök iðnaðarins: Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir
  • Bændasamtök Íslands: Eiríkur Blöndal
  • Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi: Hallveig Ólafsdóttir
  • Samtök skapandi greina: Anna María Bogadóttir
  • Vísinda- og tækniráð: Sveinn Margeirsson
  • Samtök ferðaþjónustunnar: Gunnar Valur Sveinsson
  • Jafnréttisráð: Kristín Ástgeirsdóttir

Verkefnisstjórn

Verkefnisstjórn um mótun byggðaáætlunar hefur umsjón með framvindu, vinnslu, að tillögur verði samkvæmt markmiðum og verkáætlun, kveður á um úrlausn ágreiningsmála og skipar í ráðgjafarráð.

Verkefnisstjórnina skipa:

  • Byggðastofnun: Aðalsteinn Þorsteinsson, formaður
  • Stjórn Byggðastofnunar: Herdís Á Sæmundardóttir
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið: Hanna Dóra Másdóttir Hólm
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið: Gauti Geirsson
  • Sambandi íslenskra sveitarfélaga: Karl Björnsson

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389