Fara í efni  

Áherslur ESPON 2030

Áhersluþemu ESPON 2030 - Thematic Action Plans

Í hinu nýja ESPON 2030, sem hóf göngu sína í lok árs 2022, var tekin upp ný nálgun. Þar verður unnið út frá ákveðnum áhersluþemum sem kallast Thematic Action Plans (TAPs). Öll verkefni, rannsóknir og viðburðir innan ESPON 2030 munu þurfa að falla innan ramma þeirra TAPs sem skilgreind verða á líftíma áætlunarinnar. Áætlunin lagði af stað með engin TAPs, en þau verða skilgreind eftir því sem líður á áætlunina og eftir því sem þarfir og þekkingargöt innan byggðamála skýrast. Áætlað er að allt að 10 TAPs verði skilgreind innan ESPON 2030.

TAPs verða skilgreind af stýrinefnd ESPON út frá upplýsingaþörf og lykiláskorunum stjórnvalda innan Evrópu. Í því ferli er einnig notast við samráðsferli sem stýrt er af framkvæmdastjórn ESPON, þar sem öllum áhugasömum er boðið að taka þátt og hafa áhrif á þemun og inntak þeirra. Nú þegar hafa fjögur TAPs verið að fullu skilgreind og vinna hafin innan þeirra. Þau eru eftirfarandi:

Næstu fjögur TAPs eru í bígerð og áætlað er að halda opið samráðsferli um þau í fyrri hluta árs 2023 sem allir geta tekið þátt í. Ferlið verður auglýst á heimasíðu ESPON og á samfélagsmiðlum áætlunarinnar. Næstu fjögur TAPs sem um ræðir eru:

  • Living, working and travelling across borders
  • Smart connectivity
  • European territories in global interactions
  • Adapting to the impacts of climate change

Hafir þú áhuga á að taka þátt í samráðsferlinu fyrir mótun næstu TAPs og/eða vilt koma á framfæri hugmynd eða tillögu að rannsóknarverkefni sem snertir umrædd þemu, hafðu samband við Ragnhildi Friðriksdóttir (ragnhildur@byggdastofnun.is).

 

Síðast uppfært 22.12.2022

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389