Stefna Byggðastofnunar
Stefna Byggðastofnunar var samþykkt á fundi stjórnar stofnunarinnar 11. júní 2010.
Markmið Byggðastofnunar eru að:
A. Efla búsetu á starfssvæði stofnunarinnar.
B. Verða leiðandi í stefnumótun og framkvæmd byggðamála.
C. Starfshættir Byggðastofnunar skulu vera til fyrirmyndar.
Hlutverk:
Skv. 2. gr. laga nr. 106/1999 er hlutverk Byggðastofnunar að: „vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni.“
Gildi:
Kjarnagildum sem höfð eru að leiðarljósi í allri starfsemi Byggðastofnunar er lýst í siðareglum stofnunarinnar. Forsendur siðareglna Byggðastofnunar eru:
a) jafnræðisregla
b) góð stjórnsýsla
c) málefnalegt gegnsæi
d) fyllstu þjónustugæði
Þá segir einnig: „Stofnunin setur sér metnaðarfull markmið um góða stjórnsýslu, skilvirkni og málefnalegt gegnsæi allra verkferla." Þá eru kaflaheiti í Siðareglum Byggðastofnunar „1. Traust og trúverðugleiki, 2. Hlutleysi og óhlutdrægni, 3. Trúnaður og 4. Fagmennska."
Yfirmarkmið A: Að efla búsetu á starfssvæði stofnunarinnar
Til að ná markmiðinu leitast Byggðastofnun við að:
A1. Tryggja atvinnulífi á starfssvæði Byggðastofnunar aðgengi að lánsfé á hagstæðum kjörum.
- leita hagstæðrar fjármögnunar
- tryggja útlánagæði
- innheimta sé skilvirk og sanngjörn
- eiga gott samstarf við aðrar lánastofnanir
- auka sýnileika stofnunarinnar gagnvart viðskiptavinum, núverandi og væntanlegum
A2. Styrkja atvinnuþróun
- í gildi séu samningar við atvinnuþróunarfélög til langs tíma
- veita atvinnuþróunarfélögum faglega aðstoð við atvinnu- og byggðaþróun
- fylgjast með nýjungum á sviði atvinnu- og byggðaþróunar og miðla þeim áfram
- stofnaður verði örlánasjóður m.a. vegna nýsköpunar- og sprotafyrirtækja
- komið verði á viðvarandi styrktarsjóðum m.a. vegna þróunarstarfs með áherslu á aukna fjölbreytni
A3. Efla búsetuþætti*
- vinna að bættum samgöngum með áherslu á virk atvinnu- og þjónustusóknarsvæði
- vinna að bættum fjarskiptum til aukinna möguleika á óstaðbundnum störfum
- vinna að bættu aðgengi að veflægum upplýsingum og þjónustu
- lögð verði sérstök áhersla á aðgerðir til að bæta stöðu kvenna og ungs fólks
A4. Samþætta kynjasjónarmið
- öll áætlanagerð, rannsóknir og verkefni séu unnin eftir hugmyndafræði um samþættingu kynjasjónarmiða
- efla atvinnustarfsemi kvenna
A5. Auka sjálfbærni
- öll áætlanagerð byggi á þremur stoðum sjálfbærrar þróunar þ.e. samþættingu efnahagslegra, félagslegra og umhverfislegra sjónarmiða
*Búsetuþættir eru skilgreindir vítt, með menntun, menningu, samgöngur, umhverfismál og þjónustu í huga
Yfirmarkmið B: Að stofnunin verði leiðandi í stefnumótun og framkvæmd byggðamála.
Til að ná markmiðinu leitast Byggðastofnun við að:
B1. Efla stoðkerfi atvinnulífsins
- vera virkur þátttakandi í stoðkerfi atvinnulífsins
- stuðla að auknu samstarfi og samþættingu einstakra hluta stoðkerfisins
- vera í forystu um eflingu þekkingarsetra á landsbyggðinni
B2. Hafa sérfræðiþekkingu á málefnum sem tengjast svæðaþróun og byggðamálum hjá nágrannaþjóðum og innan Evrópusambandsins
- fylgjast náið með þróun og stefnumótun á sviði byggðamála
- auka þátttöku í umræðu um málefni Evrópusambandsins
- mynda tengslanet við innlendar stofnanir um málefni Evrópusambandsins
B3. Sækja nýja þekkingu með þátttöku í alþjóðlegu samstarfi
- stuðla að aukinni þátttöku í erlendum samstarfsáætlunum
- koma á virku samstarfi/tengslaneti við systurstofnanir í nágrannalöndum
B4. Auka sýnileika stofnunarinnar
- sitja í nefndum og ráðum á forsendum sérfræðiþekkingar
- bæta upplýsinga- og kynningarstarf
- vera formlegur samráðsvettvangur við heimaaðila (stofnanir, sveitarfélög og fyrirtæki)
- halda úti virkri heimasíðu
- sérfræðingar Byggðastofnunar séu þátttakendur í opinberri umræðu og umfjöllun um byggðamál
- auka upplýsingaflæði um fjölþjóðlegar byggðarannsóknir og byggðastefnur
B5. Búa til upplýsingaveitu fyrir svæðagreinda tölfræði
- efna til samstarfs við þá aðila sem safna upplýsingum
- fylgjast með söfnun og framsetningu upplýsinga s.s. hjá Eurostat, Nordregio og ESPON
- afla upplýsinga sem ekki er safnað annars staðar um byggðamál og byggðaþróun
- fá aðgang að grunngögnum til að vinna upplýsingar niður á svæði
- miðla upplýsingum á vefsíðu, í fjölmiðlum og á ráðstefnum
B6. Stunda rannsóknir á sviði byggðamála
- efna til samstarfs við háskóla og rannsóknarstofnanir
- bjóða háskólanemum að vinna verkefni innan stofnunarinnar
- rannsaka hvaða þættir ráða búsetu
- rannsaka áhrif byggðastefnu og byggðaaðgerða
- rannsaka ástand og horfur á einstökum svæðum
- taka þátt í og halda ráðstefnur um rannsóknir á sviði byggðamála
B.7. Gera áætlanir
- vinna að byggðaáætlun og umsjón með framkvæmd hennar
- viinna áætlanir vegna uppbyggingarsjóða ESB og umsjón með framkvæmd komi til aðildar
- gera aðrar áætlanir á sviði byggðamála
Yfirmarkmið C: Að starfshættir Byggðastofnunar verði til fyrirmyndar.
Til að ná markmiðinu leitast Byggðastofnun við að:
C1. Tryggja góða og skilvirka þjónustu
- hafa góða stjórnsýslu, góða ímynd, virðingu og traust að leiðarljósi
- afgreiðsluhraði mála uppfylli reglur stjórnsýslulaga
- gæta skal hagkvæmni við nýtingu fjármuna
- lögð er áhersla á að starfsmenn þekki hlutverk Byggðastofnunar
- tryggt sé að allir ferlar innan stofnunarinnar séu einfaldir og gagnsæir
- lögð er áhersla á samstarf og miðlun þekkingar og upplýsinga á milli sviða
- allt verklag skal tryggja jafnræði, trúnað og hlutleysi
C2. Tryggja að stofnunin sé eftirsóknarverður vinnustaður
- gætt sé jafnréttis
- lögð áhersla á hvetjandi starfsumhverfi
- stuðlað að góðum starfsanda, jákvæðu viðhorfi og starfsánægju
- stuðlað að jafnvægi milli starfs og fjölskylduábyrgðar
- lögð áhersla á að starfsmenn sýni hver öðrum og stofnuninni trúnað og virðingu
- stutt við starfsmannafélag og heilsurækt
C3. Nýta mannauð vel
- stofnunin ráði, efli og haldi hæfu, áhugasömu og traustu starfsfólki
- lögð er áhersla á að hjá Byggðastofnun vinni öflug liðsheild sem miðlar af þekkingu sinni
- ýtt er undir þekkingaröflun og endurmenntun starfsmanna
- lögð er áhersla á starfsþróun og þroska í starfi
- gera skal starfslýsingar fyrir öll störf
- tekin eru starfsmanna- og launaviðtöl einu sinni á ári og með þeim lagður grunnur að frammistöðumati
- lögð er áhersla á að starfsfólk sýni frumkvæði
- virkja starfsfólk til ábyrgðar og það fái endurgjöf frá yfirmönnum sínum
C4. Hafa aðstöðu til fyrirmyndar
- lögð er áhersla á að tryggja góða vinnuaðstöðu, aðbúnað og hollustuhætti á vinnustað
- fylgja skal samþykktri öryggisstefnu og tryggja þannig að öryggismál hjá Byggðastofnun séu í góðu lagi tölvu- og upplýsingakerfi skulu uppfylla þarfir stofnunarinnar og starfsmanna