Fara í efni  

Stefna Byggðastofnunar

Ný stefna Byggðastofnunar var samþykkt á fundi stjórnar stofnunarinnar 27. apríl 2023.

Stefnumótun_mynd

 

Hlutverk

Hlutverk Byggðastofnunar er skilgreint í lögum: 

Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu.

 

Gildi

Gildi Byggðastofnunar voru mótuð af starfsmönnum og endurspegla þau þann brag sem starfsmenn fylgja í sínum störfum.

Traust 

Við erum áreiðanlegur og traustur samstarfsaðili. Við leggjum áherslu á gott samstarf innan sem utan veggja Byggðastofnunar.

Fagmennska

Við búum yfir mikilli þekkingu og reynslu og höfum það að leiðarljósi að leggja okkur fram við að vinna af fagmennsku.

Framsækni

Við horfum til framtíðar og erum vakandi fyrir nýjum nálgunum í okkar viðfangsefnum.

 

Framtíðarsýn

Framtíðarsýn Byggðastofnunar var einnig mótuð af starfsmönnum stofnunarinnar og lýsir hún þeirri stöðu sem Byggðastofnun stefnir að í sínum störfum.

Blómleg byggð um land allt

 

 

 

 

 

 

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389