Landbúnaðarlán
Landbúnaðarlán
Byggðastofnun veitir lán til fjármögnunar jarðakaupa/kynslóðaskipta í landbúnaði í því skyni að styðja við nýliðun, nýsköpun og framþróun í greininni. Jafnframt eru veitt lán til nýbygginga og/eða endurbóta á húsakosti. Krafa er gerð um að á viðkomandi jörð sé stundaður búskapur í atvinnuskyni og að á henni sé föst búseta. Ekki er lánað vegna viðskipta einkahlutafélags og eigenda þess eða vegna innbyrðis viðskipta hjóna eða sambýlisfólks.
Sækja má um landbúnaðarlán í þjónustugátt Byggðastofnunar hér.
| Lánsfjárhæð | Hámarkslánveiting í samræmi við veð, greiðslugetu og lánareglur hverju sinni. | 
| Lánaskilmálar | 
 Lán í íslenskum krónum. Lánstími allt að 25 ár ef um er að ræða fasteignaveð en styttri með veði í búnaði, þá er m.v. áætlaðan líftíma hans.  | 
| Vaxtakjör | 
  | 
| Tryggingar | 
  | 
| Hver getur sótt um? | Einstaklingar eða lögaðilar sem stefna á uppbyggingu landbúnaðar í landsbyggðunum eða eru í atvinnustarfsemi á því svæði. | 
| Til hvaða verkefna er lánað? | 
 Landbúnaðarlán eru m.a. veitt til kaupa á bújörðum, nýbygginga og/eða endurbóta á húsakosti. Krafa er gerð um að á viðkomandi jörð sé stundaður búskapur í atvinnuskyni og að á henni sé föst búseta. Ekki er lánað vegna viðskipta einkahlutafélags og eigenda þess eða vegna innbyrðis viðskipta hjóna eða sambýlisfólks.  | 
| Hver er kostnaðurinn? | 1,2% lántökugjald | 
| Hvernig á að sækja um? | Sótt er um lán í gegnum umsóknargátt á heimasíðu | 
| Hvaða gögnum þarf að skila? | 
  | 
			
					
