Fara Ý efni  

Starfsemi

Fyrirtækjasvið

Fyrirtækjasvið Byggðastofnunar annast m.a lánsbeiðnir, ráðgjöf, útborgun lána, verkefnafjármögnun, athuganir og þróunarverkefni vegna fyrirtækja og atvinnulífs. Starfsmenn fyrirtækjasviðs meta láns-, styrk- og hlutafjárbeiðnir sem berast stofnuninni og gera tillögu til lánanefndar og stjórnar í einstökum málum. Lánasérfræðingar þjónusta sömuleiðis lán eftir útborgun á líftíma þess. Starfsmenn eru jafnframt ráðgefandi varðandi fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja í tengslum við aðkomu Byggðastofnunar sem og vegna annarra mála sem tengjast rekstri viðskiptavinarins. Þá halda starfsmenn sviðsins utan um hlutafjáreign Byggðastofnunar, en stofnunin á hluti í hátt í 70 fyrirtækjum um land allt.

Fyrirtækjasvið gerir auk þess ýmsar athuganir sem tengjast fyrirtækjum og atvinnulífi en stofnunin býr yfir miklu magni upplýsinga um hinar ýmsu atvinnugreinar sem nýtast lánasérfræðingum við mat á umsóknum. Markvisst er reynt að bæta þjónustu við umsækjendur og viðskiptavini t.d. er rík áhersla lögð á að lánasérfræðingar heimsæki viðskiptavini sem hluta af eftirfylgni ásamt því að heimsækja umsækjendur.

Lögfræðisvið

Meginverkefni lögfræðisviðs er að sjá um lögfræðilega innheimtu á lánum Byggðastofnunar.  Meðal annarra verkefna má nefna eignaumsýslu, skjalagerð og lögfræðilega ráðgjöf til stjórnar Byggðastofnunar og annarra sviða.

Rekstrarsvið

Rekstrarsvið hefur umsjón með rekstri stofnun­ar­innar og starfsmannahaldi, annast fjárumsýslu, bókhald og útborgun og innheimtu lána. Rekstrarsviðið hefur með höndum undirbúning að fjármögnun til starfseminnar innanlands og erlendis og annast önnur samskiptamál því tengd.

Gerð rekstrar- og greiðsluáætlana eru á hendi rekstrarsviðsins. Þá annast rekstrarsviðið samskipti við ýmsar innlendar fjármála- og eftirlitsstofnanir, þar með talið skýrslugerð  fyrir Fjármálaeftirlitið, Seðlabanka Íslands og Ríkisábyrgðasjóð.

Þróunarsvið

Meginverkefni þróunarsviðsins eru byggðaáætlanir, efling atvinnulífs, efling búsetuþátta, rannsóknir, upplýsingar og umsagnir. Þróunarsviðið tekur þátt í gerð stefnumarkandi byggðaáætlunar fyrir landið allt skv. 7.grein laga um Byggðastofnun. Ráðherra atvinnuvega- og nýsköpunar, nú sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra leggur fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir fjögurra ára tímabil. Áætlunin skal lýsa markmiðum og stefnu ríkisstjórnarinnar í byggðamálum, áætlunum um aðgerðir og tengsl byggðastefnu við almenna stefnu í efnahags- og atvinnumálum og áætlunum á sviði opinberrar þjónustu í landinu. Í byggðaáætlun skal gerð grein fyrir ástandi og horfum í þróun byggðar í landinu. Við gerð byggðaáætlunar skal hafa samráð við ráðuneyti, sveitarfélög og aðra aðila eftir þörfum. Byggðaáætlun skal endurskoða á tveggja ára fresti.

Þróunarsviðið vinnur að aukinni fjölbreytni atvinnulífsins á landsbyggðinni og aðlögun þess að breyttum aðstæðum. Þróunarsviðið hefur samstarf við atvinnuþróunarfélög á landsbyggðinni í samræmi við samninga Byggðastofnunar við félögin. Þróunarsviðið veitir faglega aðstoð við atvinnuþróun og nýsköpun, miðlar upplýsingum, aðstoðar við samræmingu á starfsemi atvinnuþróunarfélaganna og eflingu samstarfs þeirra á milli. Einnig hefur sviðið tengsl við stofnanir í stoðkerfi atvinnu- og byggðaþróunar, og hefur samstarf við aðra aðila atvinnulífsins, svo sem ferðamálafulltrúa og samtök landbúnaðarins.

Þróunarsviðið hefur samvinnu við sveitarfélög, atvinnuþróunarfélög o.fl. um eflingu búsetuþátta. Þar má telja umhverfismál, samgöngur, menntun, verslun, þjónustu, menningarmál o.fl. Þróunarsviðið vinnur m.a. að eflingu menntunar og menningar á landsbyggðinni í samvinnu við menntamálaráðuneytið, símenntunarmiðstöðvar, háskóla, og samtök á sviði menntunar. Sérstök áhersla er lögð á fjarkennslu.

Þróunarsviðið vinnur að gagnasöfnun og rannsóknum og fylgist með atvinnu- og byggðaþróun og helstu áhrifaþáttum hennar og árangri opinberra stuðningsaðgerða á sviði atvinnumála og byggðaþróunar, jafnt á Íslandi sem í löndum þar sem svipaðar aðstæður eru.

Þróunarsviðið hefur faglegt samstarf við innlenda og erlenda aðila sem vinna að byggða- og atvinnuþróun, svo sem háskóla og rannsóknarstofnanir, opinber stjórnvöld og stofnanir, ríkja- og svæðasamtök og stofnanir atvinnuvega. Þróunarsviðið tekur eftir atvikum þátt í innlendum og erlendum samstarfsverkefnum á sviði byggða- og atvinnuþróunar, m.a. innan ramma Evrópusambandsins og Norðurlandaráðs. Sviðið hefur m.a. umsjón með þátttöku Íslands í Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins og Norrænu Atlantshafsnefndinni.

Skrßning ß pˇstlista

  • Bygg­astofnun á|á Sau­ßrmřri 2á | á550 Sau­ßrkrˇkurá
  • SÝmi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi­ frß kl. 8:30-16:00á | kt. 450679-0389