Fara í efni  

Lánaflokkar

Lánsumsókn skal senda í gegn um umsóknargátt. Eftir að lánsumsókn hefur borist stofnuninni er hægt að sjá málsnúmer og stöðu máls inni í þjónustugátt. Mikilvægt er vanda umsókn og þau fylgigögn en hámarks stærð fylgigagna er 20MB. Ef um stærri fylgiskjöl er að ræða er hægt að þjappa skjölum í zip skrá og senda þannig.

Nánari upplýsingar um lánaflokkana má nálgast hér vinstra megin á síðunni.

Senda skal inn eftirfarandi gögn með lánsumsókn, eins og við á:

  1. Rekstrar- og greiðsluáætlun*
  2. Greinargerð (skylda að skila inn)**
  3. Ársreikninga eða afrit af skattskýrslum fyrir síðustu þrjú ár
  4. Veðbókarvottorð fyrir þá eign/eignir sem veð er boðið í
  5. Uppreikningur áhvílandi veðlána
  6. Ljósrit af teikningum vegna nýframkvæmda eða breytinga
  7. Undirritað kauptilboð
  8. Undirritaður og þinglýstur kaupsamningur
  9. Önnur gögn (t.d. ljósmyndir)

*Áætlanir fyrir helstu tekju- og gjaldaliði og fjárhagsstærðir næstu 3-5 ár. Æskilegt er að fyrsta árið sýni áætlunina einstaka mánuði. Sýna fram á rökstuðning fyrir helstu forsendum og hvernig fjármögnun verður háttað.

**Með lánsumsókn þarf að fylgja greinargerð um það verkefni sem lánið notast til, forsögu fyrirtækis, aðstandendur þess og starfsemi. Góð greinargerð flýtir afgreiðslu máls og gerir umsókn trúverðugri. Sérstaklega er mikilvægt að greinargerð sé skilmerkileg ef um er að ræða nýtt fyrirtæki eða aðila sem ekki hefur verið með lán hjá Byggðastofnun áður. Við greinargerðarskrif skal hafa eftirfarandi efnisþætti upptalda:

  • Eigendur og starfsmenn. Nánari upplýsingar um eigendur fyrirtækisins og eignarhluti þeirra. Hver er framkvæmdarstjóri. Hverjir sitja í stjórn þess, nöfn og kennitölur. Lýsa reynslu og menntun helstu eigenda, stjórnarmanna, stjórnenda og helstu starfsmanna.
  • Fyrirtækið/samstarfsaðilar: Lýsa forsögu fyrirtækisins og núverandi stöðu og verksviði. Hver eru helstu markmið þess og framtíðar- horfur. Hverjir eru helstu samstarfsaðilar ef einhverjir.
  • Framkvæmdin/viðskiptahugmyndin: Meginatriði framkvæmdarinnar eða verkefnisins, sundurliðuð kostnaðaráætlun og áætluð fjármögnun hennar. Skipting í verkþætti og tímaáætlun. Hver er vinnuaflsþörfin, hvað munu mörg störf skapast og fyrir hverja. Munu störfin henta konum eða körlum eða báðum kynjum.
  • Varan/þjónustan: Lýsa eiginleikum vöru/þjónustu, hvernig aðskilur hún sig frá öðrum. Hvernig er hún framleidd, helstu aðföng við framleiðslu. Lýsing á húsnæði og framleiðslutækjum.
  • Markaðs- og sölumál: Hver er þörfin fyrir vöruna/þjónustuna, markaðsstærð og markaðshlutdeild. Hverjir eru markhópar og markaðssvæði. Hvernig er staðið að vörudreifingu og auglýsingum. Hver verður verðstefnan. Hverjir eru helstu samkeppnisaðilar.
  • Sundurliðuð kostnaðaráætlun: Ítarleg sundurliðun á áætluðum kostnaði og upplýsingar um hvaða forsendur miðað er við.

Gerð viðskiptaáætlana (pdf skjal)

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389