Formleg úthlutunarhátíð vegna úthlutunar styrkja í tveimur nýjum tilraunaverkefnum undir merkjum Brothættra byggða var haldin á Kópaskeri laugardaginn 21. júní síðastliðinn. Úthlutunarhátíðin var hluti af dagskrá Sólstöðuhátíðar sem haldin var þá helgi.
Nú hefur verkefnisáætlun Fjársjóðs fjalla og fjarða verið gefin út og má skoða hér. Segja má að verkefnisáætlunin verði leiðarljósið í byggðaþróunarverkefninu í Reykhólahreppi næstu fimm árin. Verkefnisáætlunin er byggð á skilaboðum frá íbúaþingi sem haldið var á Reykhólum í mars sl. og stöðugreiningu verkefnisstjórnar.
Á vorfundi Norræna Atlantssamstarfsins, NORA, sem haldinn var 22. maí 2025 í Þórshöfn í Færeyjum, var samþykkt að styrkja tíu samstarfsverkefni í fyrri úthlutun ársins 2025. Íslendingar taka þátt í níu af þeim tíu verkefnum sem hljóta styrk og leiða tvö verkefnanna.
Íbúar Reykhólahrepps fjölmenntu á fyrsta íbúafundinn sem haldinn var í gær, 19. júní, undir merkjum byggðaþróunarverkefnisins Fjársjóður fjalla og fjarða.
Fulltrúar Byggðastofnunar heimsóttu Highlands and Islands Enterprise (HIE) á dögunum en starfsmenn HIE hafa aðstoðað stofnunina við undirbúning á tilraunaverkefni sem snýr að uppbyggingu atvinnuhúsnæðis á viðkvæmum svæðum.
Arnar Már forstjóri, Hrund forstöðumaður fyrirtækjasviðs og Reinhard sérfræðingur á þróunarsviði heimsóttu sveitarfélög á Austfjörðum í síðasta mánuði, en markmiðið er að heimsækja öll sveitarfélögin á starfssvæði stofnunarinnar til þess að ræða viðfangsefni þeirra og með hvaða hætti Byggðastofnun geti stuðlað að framgangi þeirra.
Ársfundur Norðurslóðaáætlunarinnar sem fram fer í Bodø í Noregi 1. október nk. er helgaður 25 ára afmæli áætlunarinnar. Áhugaverð dagskrá verður frá 30. sept. – 2. okt. sem hefst með því að verkefnisaðilum er gefinn kostur á að hittast og eru þeir hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til að funda með samstarfaðilum sínum.
Kaldrananeshreppur er næsta byggðarlag sem hefja mun þátttöku í byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir. Stjórn Byggðastofnunar samþykkti á fundi sínum þann 27. mars sl. að bjóða Kaldrananeshreppi til samstarfs í verkefninu.