Fara í efni  

Fréttir

Frá Reyðarfirði

Evrópskir innflytjendur í dreifbýli upplifa bæði tilheyrslu og útilokun

Á Byggðaráðstefnunni 2025 verður umfjöllun um nýlega rannsókn sem varpar ljósi á stöðu innflytjenda sem búa og starfa í dreifbýli á Íslandi. Hún sýnir að margir upplifa bæði hlýlegt viðmót sem og félagslegan aðskilnað í daglegu lífi.
Lesa meira
Haust. Mynd SÁ.

Opnað fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða fyrir árið 2026

Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða. Veitt verður allt að 170 milljónum kr. fyrir árið 2026.
Lesa meira
Mynd úr mælaborði

Nýtt mælaborð um styrkveitingar

Byggðastofnun hefur opnað mælaborð sem sýnir landfræðilega dreifingu styrkja sem stofnunin hefur veitt frá árinu 2018. Mælaborðinu er ætlað að bæta aðgengi að upplýsingum um starfsemi stofnunarinnar og úthlutun opinberra fjármuna. Stærstu styrkjapottarnir eru sóknaráætlanir landshluta og atvinnuráðgjöf á landsbyggðinni en úr þeim rennur grunnframlag ríkisins gegnum Byggðastofnun til landshlutasamtaka sveitarfélaga. Auk þess veitir stofnunin styrki vegna ýmissa aðgerða á Byggðaáætlun, byggðarannsóknastyrki og styrki til meistaranema.
Lesa meira
Daníel Pétur Daníelsson

Ræs! – Síld! Rannsókn á sambandi Síldarminjasafns Íslands við samfélagið í Siglufirði

Daníel Pétur Daníelsson lauk í júní meistaranámi í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum. Lokaverkefni hans „Ræs! – Síld! Rannsókn á sambandi Síldarminjasafns Íslands við samfélagið í Siglufirði“ er eitt af fjórum verkefnum meistaranema sem var styrkt úr Byggðarannsóknasjóði í desember 2024.
Lesa meira
Opnað fyrir umsóknir í sjötta kall Norðurslóðaáætlunarinnar

Opnað fyrir umsóknir í sjötta kall Norðurslóðaáætlunarinnar

Sjötta kall Norðurslóðaáætlunar var opnað 1. október 2025. Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar 2026.
Lesa meira
Fulltrúar Íslands á ráðstefnunni

PUNKTARNIR TENGDIR - Norðurslóðaáætlunin 25 ára

Starfsfólk Byggðastofnunar tók þátt í ráðstefnunni Punktarnir tengdir (e. Connecting the dots), sem haldin var dagana 1.–2. október 2025 í Bodø í Noregi, þar sem fagnað var 25 ára afmæli Norðurslóðaáætlunarinnar (NPA).
Lesa meira
Umræðuhópar á íbúafundi

Fróðlegur dagur í DalaAuði

Miðvikudaginn 8. október hittist verkefnisstjórn DalaAuðs til að kynna sér árangur í styrktum verkefnum og til að hitta íbúa Dalabyggðar á árlegum fundi í verkefninu.
Lesa meira
Frá íbúaþingi í Kaldrananeshreppi: mynd: KÞH

Jú víst! Kraftur í Kaldrana

Íbúaþing undir merkjum Brothættra byggða var haldið í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi helgina 4. og 5. okt. sl. Húsnæðismál í víðum skilningi, bætt ásýnd og aukin nýting heita vatnsins, eru mikilvægustu viðfangsefni samfélagsins í Kaldrananeshreppi til að styrkja stöðu byggðarlagsins til framtíðar.
Lesa meira
Frá Mývatnssveit. Mynd Kristján Þ. Halldórsson

Byggðaráðstefnan 2025 verður 4. nóvember í Skjólbrekku í Mývatnssveit

Yfirskrift ráðstefnunnar og viðfangsefni er Félagslegur fjölbreytileiki samfélaga, jafnvægi, áskoranir eða vannýtt sóknarfæri?
Lesa meira
Íbúafundur í DalaAuði á döfinni

Íbúafundur í DalaAuði á döfinni

Árlegur íbúafundur verður haldinn í byggðaþróunarverkefninu DalaAuði miðvikudaginn 8. okt. nk. kl. 17:30 í félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal. Nú eru liðin tæp fjögur ár frá því að verkefnið hóf göngu sína í samstarfi íbúa Dalabyggðar, sveitarfélagsins, Vestfjarðastofu og Byggðastofnunar.
Lesa meira

Fréttasafn

2025
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389