Fréttir
Breytingar á íbúafjölda 2001-2010
23 desember, 2010
Hagstofa Íslands hefur birt tölur um mannfjöldann þann
1. desember 2010. Þróunarsvið Byggðastofnunar hefur tekið saman greinargerð um helstu breytingar á íbúafjölda sveitarfélaga og
landssvæða frá 1.desember 2009 en einnig fyrir tímabilið 1. desember 2001- 1. desember 2010. Þessi áratugur hefur verið mikill umrótatími
með miklum sveiflum í atvinnulífi og búsetuþróun.
Lesa meira
Þorskafli og -vinnsla eftir sveitarfélögum
22 desember, 2010
Eins og fram kemur í lýsingu á þorskaflaheimildum annars
staðar hér á heimasíðunni hafa þorskveiðar og –vinnsla lengi verið mikilvægir þættir í atvinnulífi landsmanna, einkum
sjávarbyggða. Breytingar á veiðum hafa mikil áhrif á staðbundið atvinnulíf, einkum ef vinnsla er stunduð þar sem afla er landað,
minnkandi þorskafli veldur þar mestum búsifjum og vaxandi afli mestri tekjuaukningu.
Lesa meira
Norræn-baltnesk ráðstefna tengiliða ESPON
14 desember, 2010
Þann 3. og 4. febrúar
2011 munu tengiliðanet ESPON í norrænu og baltnesku löndunum gangast fyrir ráðstefnu um „millilandasýn við samþætta
áætlanagerð“ (Transnational perspectives on spatial planning) í Stokkhólmi. Sjá nánar á heimasíðu Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri sem er
íslenskur tengiliður ESPON.
Lesa meira
Þorskaflaheimildir 2010-2011 misjafnar eftir sveitarfélögum
13 desember, 2010
Þorskveiðar og –vinnsla hafa lengi verið mikilvægir þættir í atvinnulífi
landsmanna, einkum sjávarbyggða, úthlutun aflaheimilda er þeim mikilvæg og skerðing heimilda veldur þeim búsifjum. Samkvæmt tölum Fiskistofu
er mikill munur á þorskaflaheimildum, þorskkvóta, eftir sveitarfélögum fiskveiðiárið 2010-2011 sé miðað við heimahöfn
skipa.
Lesa meira
Verkefni með íslenskri þátttöku tilnefnt til RegioStars verðlaunanna 2011
26 nóvember, 2010
Norðurslóðaáætlun 2007-2012 hefur tilnefnt verkefnið Our Life as Elderly II – öldrunarþjónusta, til RegioStars verðlaunanna.
Íslenskir samstarfsaðilar verkefnisins eru Öldrunarheimilin á Akureyri, félagsþjónustan í Hafnarfirði og Heilbrigðisstofnun
Suðausturlands en auk þeirra taka þátt Norðmenn, Svíar, Finnar og Færeyingar.
Lesa meira
Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2011
19 nóvember, 2010
Þema náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2011 er sjálfbær ferðaþjónusta. Verðlaunin verða veitt í 17.
sinn og nema 350.000 dönskum krónum. Þau verða veitt fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem hefur verið í fararbroddi og stuðlað að
því að draga úr umhverfisáhrifum ferðaþjónustu á Norðurlöndum.
Lesa meira
Auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina
25 október, 2010
Eyrarrósin, viðurkenning sem veitt er árlega einu
afburða menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar á landsbyggðinni, verður afhent í byrjun árs 2011. Af því tilefni er
hér með auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina 2011. Þetta er í sjötta sinn sem Listahátíð í Reykjavík,
Byggðastofnun og Flugfélag Íslands standa að þessari viðurkenningu.
Lesa meira
Mikil þátttaka Íslands í verkefnum innan Norðurslóðaáætlunar 2007-2013 (NPP)
18 október, 2010
Alls hafa borist 71 umsóknir um aðalverkefni á þeim 6 umsóknarfrestum sem liðnir eru. Samtals hafa borist liðlega 53 umsóknir um forverkefni og þar af verið samþykkt 26 og 3 bíða afgreiðslu. Forverkefni hafa þann megin tilgang að vinna að gerð aðalumsókna, leita samstarfsaðila og frágangi mótfjármögnunar. Ísland er nú þátttakandi í 17 aðalverkefnum innan Norðurslóðaáætlunar 2007-2013 af 31 aðalverkefni eða liðlega helmingi allra aðalverkefna.
Lesa meira
Styrkir til markaðssetningar á handverki og hönnunarvörum farnir að skila árangri
12 október, 2010
Styrkir sem Byggðastofnun veitti í mars sl. til markaðssetningar á handverki og hönnunarvörum eru nú
þegar farnir að skila árangri. Markmið með styrkveitingunni var að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða erlendis á
handverki og hönnunarvörum. Styrkjunum var ætlað að skapa aukin verðmæti og ný markaðstækifæri og eru liður í framkvæmd
á aðgerð í Byggðaáætlun um stuðning við atvinnurekstur kvenna.
Lesa meira
Fundur um stöðu mála á Borgarfirði eystra
7 október, 2010
Í gær, miðvikudaginn 6. október, funduðu
forstjóri Byggðastofnunar ásamt þremur öðrum starfsmönnum stofnunarinnar, með heimamönnum á Borgarfirði eystra um stöðu
mála í byggðarlaginu. Tilefni fundarins er að Fiskverkun Kalla Sveins ehf. hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu og taka uppsagnirnar gildi um næstu
áramót. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur fyrirtækið misst saltfiskmarkaði sína.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember