Fréttir
Samanburður fasteignagjalda á nokkrum þéttbýlisstöðum
1 september, 2017
Byggðastofnun hefur fengið Þjóðskrá Íslands til að reikna út fasteignamat og fasteignagjöld á sömu viðmiðunarfasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum á landinu líkt og undanfarin ár. Viðmiðunareignin er ávalt sú sama, einbýlishús sem er 161,1 m² að grunnfleti og lóðarstærð er 808m². Lægsta heildarmat undanfarin ár hefur verið til skiptis á Patreksfirði og Vopnafirði. Heildarmatið á þessum tveimur stöðum hækkaði hlutfallslega mest allra staða á milli áranna 2016 - 2017.
Lesa meira
Þrjú ný byggðarlög tekin inn í Brothættar byggðir
29 ágúst, 2017
Á fundi sínum í liðinni viku samþykkti stjórn Byggðastofnunar tillögu um þrjú ný byggðarlög í Brothættum byggðum. Það eru Árneshreppur, Borgarfjörður eystri og Þingeyri.
Lesa meira
Aflamark Byggðastofnunar – boð um samstarf á Breiðdalsvík
28 ágúst, 2017
Á grundvelli reglugerðar nr. 643/2016 auglýsir Byggðastofnun eftir samstarfsaðilum um nýtingu viðbótaraflaheimilda á Breiðdalsvík í Breiðdalshreppi. Auglýst eru allt að 400 þorsksígildistonn vegna sex næstu fiskveiðiára frá og með fiskveiðiárinu 2017/2018 að telja.
Lesa meira
Skýrsla um byggðaleg áhrif fiskeldis
23 ágúst, 2017
Fiskeldi, bæði á landi og í sjókvíum hefur vaxið á undanförnum árum og fyrirhuguð er stórfelld aukning á næstu árum. Í skýrslu um byggðarleg áhrif fiskeldis er sjónum fyrst og fremst beint að hugsanlegum byggðalegum áhrifum þessarar aukningar. Aðallega verður litið til Vestfjarða og Austfjarða þar sem að mest áform eru um sjókvíaeldi.
Lesa meira
Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar-júní 2017
23 ágúst, 2017
Árshlutareikningur Byggðastofnunar fyrir tímabilið janúar-júní 2017, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 22. ágúst 2017.
Lesa meira
Blue Fashion Challenge samkeppnin 2017
22 ágúst, 2017
Hvað gerist þegar norrænir fatahönnuðir fá það verkefni að skapa nýtísku fatalínu úr efniðviði sem sóttur er í hafið, eins og þang, skeldýr, fisk og sel?
Lesa meira
Menningarlandið 2017 - ráðstefna um barnamenningu
22 ágúst, 2017
Menningarlandið 2017 - ráðstefna um barnamenningu, sem haldin verður í menningarhúsinu Bergi, Dalvík 13. - 14. september 2017. Megintilgangur ráðstefnunnar verður að fjalla um barnamenningu og mikilvægi menningaruppeldis eins og menningarstefna stjórnvalda frá 2013 leggur áherslu á.
Áhersla er lögð á menningu fyrir börn og menningu með börnum og er markhópurinn starfandi listamenn, liststofnanir, söfn og aðrir aðilar sem sinna barnamenningu. Aðalfyrirlesari er Tamsin Ace frá menningarmiðstöðinni Southbank Centre í London.
Lesa meira
Hagvöxtur landshluta 2008-2015 komin út
17 ágúst, 2017
Þróunarsvið Byggðastofnunar, í samvinnu við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, hefur gefið úr skýrsluna Hagvöxtur landshluta 2008-2015 og er þetta í áttunda skipti sem slík skýrsla er unnin. Nokkrar af helstu niðurstöðum skýrslunnar eru að hagvöxtur á tímabilinu mældist 3% á höfuðborgarsvæðinu en 6% utan þess. Framleiðsla jókst mest á Suðurnesjum, Norðurlandi eystra og Suðurlandi. Lítill vöxtur var á Austurlandi og Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum dróst framleiðsla saman.
Lesa meira
Ráðgjafarsamningur um nýbyggingu fyrir Byggðastofnun á Sauðárkróki undirritaður
11 ágúst, 2017
Ráðgjafarsamningur um nýtt skrifstofuhúsnæði fyrir Byggðastofnun á Sauðárkróki, Sauðármýri 2, var undirritaður miðvikudaginn 9. ágúst sl.
Áætlunargerð er í fullum gangi með Arkitektastofunni Úti og inni, ásamt VSB verkfræðistofu ehf. og reiknað er með að henni ljúki síðla árs 2017. Áætlað er að byggingin verði tilbúin árið 2019 og að stærð hennar verði um 900 fermetrar.
Lesa meira
Norðurslóðaáætlunin (NPA) auglýsir eftir umsóknum í ör- og klasaverkefni
8 ágúst, 2017
Markmið örverkefna er að styðja við framtak ungs fólks, kvenna og frumbyggja sem stuðla að farsælli þróun og fjölbreyttu mannlífi á norðurslóðum. Markmið klasaverkefna er að stuðla að auknu flæði þekkingar og betri nýtingu fjármagns og framvindu ESB áætlana sem leggja áherslu á forgangsverkefni sem tengjast norðurslóðum, byggðamálum og hafsvæðum.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember