Styrkir
Byggðastofnun úthlutar árlega styrkjum til hagaðila um allt land. Styrkir eru veittir úr nokkrum mismunandi styrkjapottum: Þeirra stærstir eru sóknaráætlanir landshluta og atvinnuráðgjöf á landsbyggðinni en úr þeim rennur grunnframlag ríkisins gegnum Byggðastofnun til landshlutasamtaka sveitarfélaga. Auk þess veitir stofnunin styrki vegna ýmissa aðgerða á Byggðaáætlun, byggðarannsóknastyrki og styrki til meistaranema.
Hér fyrir neðan er mælaborð sem sýnir upphæðir styrkja, yfirlit yfir styrkþega og nánari upplýsingar eftir því sem við á. Á Íslandskortinu eru landshlutar í mis dökkum lit eftir heildarupphæð styrkja og gulir hringir sýna nánari staðsetningar styrkþega þar sem við á. Í borðanum vinstra megin má sía gögnin eftir landshluta eða styrkjapotti. Einnig er hægt er að smella á rauðu súlurnar til að velja eitt eða fleiri ár.
Smellið á "tableau" merkið neðst til vinstri í rammanum til að sjá mælaborðið stærra í sér glugga.