Nú hafa öll byggðarlögin sem starfa undir merkjum Brothættra byggða úthlutað styrkjum úr Frumkvæðissjóði hvers byggðarlags til fjölbreyttra frumkvæðisverkefna á árinu 2023. Margar áhugaverðar umsóknir bárust sem bera þess merki að það er kraftur í íbúum og ljóst að mörg eru tilbúin til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að efla sitt byggðarlag.
Sex af níu umsóknum í öðru kalli Norðurslóðaáætlunarinnar 2021-2027 hafa verið samþykktar. Heildarframlögin til þeirra eru rúmar fimm milljónir evra sem þýðir að nú hefur verið ráðstafað rúmum 13 milljónum evra eða um 28% af heildarfjármagni áætlunarinnar til verkefna.
Hópur starfsmanna frá Byggðastofnun, landshlutasamtökunum sjö í landsbyggðunum og byggðamálaráði hélt í víking til Noregs um miðjan maí í náms- og kynnisferð.
Lokaíbúafundur var haldinn í byggðaþróunarverkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar þann 16. maí sl. Á þeim tímamótum dró Byggðastofnun sig formlega í hlé úr verkefninu. Um síðustu áramót rann samningur við Ísafjarðarbæ og Vestfjarðastofu um verkefnið sitt skeið og Agnes Arnardóttir verkefnisstjóri hvarf til annarra starfa hjá Vestfjarðastofu, hún hefur þó sinnt eftirfylgni verkefna eftir atvikum og tók þátt í undirbúningi og framkvæmd lokaíbúafundar í samvinnu við verkefnisstjórn.
Eins og áður hefur komið fram var Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, afhent í átjánda sinn miðvikudaginn 3. maí. Hér er nánar sagt frá verkefnunum er hlutu viðurkenningu þennan dag.