Nú er mögulegt að sækja um styrki til samstarfsverkefna á Norður-Atlantssvæðinu á vegum NORA (Norræna Atlantssamstarfsins). Eitt af meginhlutverkum NORA er að styrkja og stuðla að framgangi verkefna og efla tengsl á NORA svæðinu með það að markmiði að gera svæðið að betri heimkynnum.
Fulltrúar í verkefnisstjórn Sterks Stöðvarfjarðar komu saman á Stöðvarfirði 4. september sl. í tengslum við íbúafund í verkefninu. Frumkvöðlaverkefni voru kynnt af verkefnisstjóranum, Valborgu Ösp Árnadóttur Warén. Dagskráin hófst með kaffiheimsókn í Steinasafn Petru þar sem fyrirtækið Brauðdagar sá um ljúffengar kaffiveitingar.
Hjördís Guðmundsdóttir lauk nýverið meistaranámi frá Háskólanum á Akureyri. Meistaraverkefni hennar er hluti af Magister Artium-prófi í félagsvísindum og var styrkt af Byggðarannsóknasjóði í desember 2020.
Byggðastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Sóknarsjóð fyrir smærri fyrirtæki í Grindavík. Tilgangur Sóknarsjóðs er að styðja við smærri atvinnurekendur í Grindavík með það að markmiði að horfa megi til framtíðar í rekstri.
Umsóknarfrestur er til kl. 16:00, 1. október 2025. Sóknarsjóður hefur allt að 180 m.kr. til ráðstöfunar.
Lögum samkvæmt leggur innviðaráðherra fram á Alþingi á hverju kjörtímabili tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun til fimmtán ára og samhliða henni tillögu að aðgerðaáætlun til fimm ára. Gildandi byggðaáætlun sem var einróma samþykkt á Alþingi í júní 2022 og nær til ársins 2036 en aðgerðaáætlun hennar til ársloka 2026.
Árshlutareikningur Byggðastofnunar fyrir tímabilið janúar – júní 2025, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 28. ágúst 2025.
Afkoma tímabilsins var jákvæð um 242 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall í lok árs skv. eiginfjárákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var 23,86% í lok júní.
Nýr verkefnisstjóri, Valgeir Jens Guðmundsson, hóf störf hjá Vestfjarðastofu í gær. Valgeir mun leiða byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir í Kaldrananeshreppi en samningar um verkefnið voru undirritaðir á milli Byggðastofnunar, Kaldrananeshrepps og Vestfjarðastofu fyrr á árinu. Búið er að skipa verkefnisstjórn í verkefninu og var fyrsti fundur verkefnisstjórnar jafnframt haldinn í gær í fjarfundi.
Norðurslóðaáætlunin er að undirbúa sérstakt kall á árinu 2026 sem eingöngu verður helgað forgangsmálum og metnaði ungs fólks á svæðinu en það er í fyrsta skipti sem kall áætlunarinnar er gagngert helgað ungu fólki.