Fréttir
Ákvörðun um endurgjald til handa Íslandspósti ohf. vegna alþjónustu á árinu 2022
Stjórnsýsla póstmála
15 febrúar, 2023
Samkvæmt lögum nr. 98/2019 um póstþjónustu, eiga allir landsmenn rétt á alþjónustu sem uppfyllir tilteknar gæðakröfur og er á viðráðanlegu verði, sbr. 1. mgr. 9. gr. laganna. Samkvæmt 12. gr. sömu laga getur póstrekandi sem er útnefndur til að veita alþjónustu sótt um til Byggðastofnunar að honum verði með fjárframlögum tryggt sanngjarnt endurgjald fyrir þá starfsemi sem um ræðir ef að hann telur að alþjónusta sem honum er skylt að veita hafi í för með sér hreinan kostnað.
Lesa meira
Byggðastofnun ákvarðar endurgjald til Íslandspósts ohf. vegna alþjónustu á árinu 2021
Stjórnsýsla póstmála
18 febrúar, 2022
Umsókn fyrirtækisins um sanngjarnt endurgjald barst til Byggðastofnunar þann 25. janúar 2022 og hefur stofnunin nú tekið ákvörðun um endurgjald til Íslandspósts ohf. (hér eftir ÍSP) vegna alþjónustu sem fyrirtækið veitti á árinu 2021.
Lesa meira
Yfirlit bókhaldslegs aðskilnaðar Íslandspósts árið 2020
Stjórnsýsla póstmála
9 desember, 2021
Íslandspóstur ohf. (ÍSP) hefur í samræmi við ákvæði 19. gr. laga nr. 98/2019 um póstþjónustu og reglugerðar nr. 313/2005 um bókhaldslega og fjárhagslega aðgreiningu í rekstri póstrekenda afhent Byggðastofnun kostnaðarlíkan ásamt ítarlega sundurliðuðum bókhalds- og fjármálaupplýsingum vegna rekstrarársins 2020.
Lesa meira
Samráðsskjal vegna skilgreiningar virkra og óvirkra markaðssvæða á sviði póstþjónustu með hliðsjón af samkeppni
Stjórnsýsla póstmála
25 nóvember, 2021
Með bréfi dagsettu 2. nóvember 2021 fól samgöngu- og sveitarstjórarnarráðuneytið Byggðastofnun að vinna að endurskoðun á skilgreiningu virkra og óvirkra markaðssvæða á sviði póstþjónustu með hliðsjón af samkeppni.
Lesa meira
Byggðastofnun birtir ákvörðun varðandi gjaldskrá Íslandspósts fyrir pakka innanlands
Stjórnsýsla póstmála
15 nóvember, 2021
Byggðastofnun birtir í dag ákvörðun Á-1/2021 varðandi nýja gjaldskrá Íslandspósts ohf. fyrir pakka innan alþjónustu 0-10 kg. Samkvæmt lögum nr. 98/2019, eins og þeim var breytt með lögum nr. 76/2021 sinnir stofnunin nú eftirliti með póstþjónustu.
Lesa meira
Flutningur eftirlits póstmála til Byggðastofnunar - Stöðuskjal S-1/2021
Stjórnsýsla póstmála
18 október, 2021
Vorið 2021 var samþykkt á Alþingi frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til laga um breytingar á lögum um póstþjónustu og lögum um Byggðastofnun (flutningur póstmála). Frumvarpið tók nokkrum breytingum í meðförum þingsins en var samþykkt sem lög nr. 76/2021 þ. 25. júní 2021. Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu var markmið þess að mæla fyrir um þær lagabreytingar sem nauðsynlegar voru til að færa stjórnsýslu og eftirlit með póstþjónustu frá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til Byggðastofnunar, í samvinnu við báðar stofnanir.
Lesa meira
Úrskurður úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála
Stjórnsýsla póstmála
22 september, 2021
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur staðfest ákvörðun Póst og fjarskiptastofnunar nr. 16/2020 um tilkynningu Íslandspósts ohf. um breytingar á gjaldskrá vegna magnpósts frá 30. desember 2020.
Lesa meira
Öflugur liðsauki
Stjórnsýsla póstmála
6 september, 2021
Í tengslum við flutning eftirlits með póstmálum til Byggðastofnunar nú í sumar hefur stofnunin nú ráðið tvo öfluga starfsmenn til þess að sinna þeim verkefnum.
Lesa meira
Tvö störf á lögfræði- og fyrirtækjasviði Byggðastofnunar
Stjórnsýsla póstmála
24 júní, 2021
Stjórnsýsla póstmála hefur nú flust til Byggðastofnunar, skv. lögum um póstþjónustu. Byggðastofnun leitar að tveimur sérfræðingum með góða samskipta- og skipulagshæfileika sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi og áhugaverð verkefni á nýju verkefnasviði stofnunarinnar, auk þess að vinna að þeim fjölbreyttu þáttum byggðamála sem sinnt er af stofnuninni. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall beggja starfa er 100%. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.
Lesa meira
Eftirlit með póstþjónustu fært til Byggðastofnunar
Stjórnsýsla póstmála
23 júní, 2021
Alþingi samþykkti á dögunum breytingar á lögum til að færa eftirlit með póstþjónustu til Byggðastofnunar með það að markmiði að tryggja skilvirka þjónustu um allt land. Byggðastofnun tekur formlega við málaflokknum 1. nóvember nk.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember