Fara í efni  

Nordregio

Nordregio
Nordregio er norræn fræðastofnun í skipulags- og byggðamálum sem starfar á vegum Norrænu raðherranefndarinnar. Stofnunin er staðsett í Stokkhólmi.

Hlutverk Nordregio er að stunda rannsóknir á sviði skipulags- og byggðamála auk þess að þróa og miðla þekkingu um byggða- og skipulagsmál til viðeigandi stofnana innan þessara málaflokka á Norðurlöndum. Áhersla stofnunarinnar á byggðamál í Evrópu, sem og í málum tengdum Eystrasaltsríkjunum, hefur farið vaxandi undanfarin ár.  Nordregio rekur sérstaka rannsóknaáætlun sem nálgast má hér.

Starfsmenn Byggðastofnunar sitja í fagráði stofnunarinnar og stýrihópi rannsóknaráætlunar stofnunarinnar. 

Stofnunin gefur út tímaritið „Journal of Nordregio" sem kemur út ársfjórðungslega og er það á ensku. Hægt er að nálgast ritið á vefsíðu Nordregio.  Þar er einnig hægt að nálgast rafræna fréttbréfið „Bifröst" og „Europan Journal of Spatial Development" sem er rafrænt tímarit um skipulagsmál og byggðaþróun.

Kynningar af ráðstefnunni "Áhrif háskóla á menntunar og byggðaþróun" sem var haldin 24. júní 2009 í Reykjavík

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389