Fara í efni  

Byggðaáætlun 2022-2036

Byggðaáætlun 2022-2036

Alþingi samþykkti 15. júní 2022 þingsályktunartillögu innviðaráðherra um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2022-2026. Aðgerðaáætlunin kveður á um 44 aðgerðir. Öll ráðuneytin eru beinir aðilar að byggðaáætlun og ber hvert þeirra ábyrgð á minnst einni aðgerð. Flestar aðgerðirnar eru á ábyrgð innviðaráðuneytis, alls 12 og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið ber ábyrgð á 10 aðgerðum. Þetta er fyrsta áætlunin sem samþykkt er eftir breytingar á lögum nr. 69/2015 um byggðaáætlun og sóknaráætlanir, sem gerðar voru með lögum nr. 53/2018 skömmu eftir samþykkt byggðaáætlunar 2018-2024. Megin breytingin felst í því að um er að ræða stefnumótandi áætlun til 15 ára með fimm ára aðgerðaáætlun og skal áætlunin tekin til endurskoðunar á a.m.k. þiggja ára fresti. 

Vinna við áætlunina hófst formlega vorið 2020 með samráðsfundi ráðuneytisins (þá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins) með landshlutasamtökum sveitarfélaga, Sambandi ísl. sveitarfélaga, Byggðastofnun og fleiri aðilum. Í framhaldinu var unnin svokölluð Grænbók eða stöðumat í málaflokknum sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda í árslok 2020. Á grunni hennar voru síðan unnin drög að stefnumótun í málaflokknum, svokölluð Hvítbók, sem birt var í samráðsgátt á vordögum 2021. Með því að opna tenglana hér að framan er hægt að lesa þær umsagnir sem bárust í samráðsgáttina. Lokaáfangi vinnunnar fólst svo í endanlegri gerð tillögu til þingsályktunar og greinargerðar sem lögð var fyrir Alþingi vorið 2021. Ekki tókst að ljúka afgreiðslu málsins þá um vorið en uppfærð tillaga var svo lögð fyrir Alþingi að afloknum þingkosningum sem fram fóru haustið 2021. Byggðaáætlun 2022-2036 var svo samþykkt samhljóða á Alþingi 15. júní 2022.   

Samráð og samhæfing eru leiðarljós við mótun og framkvæmd byggðaáætlunar. Samráðið er ekki hvað síst við sveitarfélög í gegnum landshlutasamtök þeirra og Samband íslenskra sveitarfélaga og við ráðuneyti í gegnum stýrihóp Stjórnarráðsins um byggðamál. Samhæfingin birtist meðal annars í nánu samráði við ábyrgðaraðila annarra málaflokka ríkisins þar sem leitar er leiða til að tengja byggðaáætlun sem mest við aðrar opinberar stefnur á áætlanir.

Grænbók um byggðamál - desember 2020 

Hvítbók um byggðamál - maí 2021

Þingsályktunartillaga með greinargerð - apríl 2022

Þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 - júní 2022

Byggðaáætllun á ensku - Parliamentary resolution on strategic regional plan for the period 2022-2036

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389