Fara í efni  

Byggđaáćtlun 2010-2013

Þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun 2010-2013 var samþykkt í Alþingi  15. apríl 2011.

Í athugasemdum við þingsályktunartillöguna segir svo: „Haustið 2008 fól iðnaðarráðherra Byggðastofnun að vinna frumdrög að nýrri byggðaáætlun sem skyldi byggja á grunni gildandi áætlunar fyrir árin 2006-2009. Árið 2009 var ákveðið að móta byggðaáætlunina þannig að hún yrði fyrst og fremst innlegg í Sóknaráætlun 2020 sem nú er unnið að.

Byggðastofnun hóf vinnu við að móta Byggðaáætlun 2010-2013 með upphafsfundi í 28. nóvember 2008, málþingi undir heitinu Byggðaþróun við breyttar aðstæður með framsögum og þátttakendum úr flestum geirum stjórnsýslunnar. Tenglar að gögnum málþingsins eru hér að neðan.

Í framhaldinu vann Byggðastofnun úr niðurstöðum og birti á netinu og óskaði eftir umræðum, ábendingum og athugasemdum. Lífleg skoðanaskipti fóru þá fram áður en Byggðastofnun skilaði drögum til iðnaðarráðuneytis á snemmsumars 2009. Í framhaldinu, eins og vikið er að hér að framan, var tillagan endurmótuð með tilliti til Sóknaráætlunar 20/20 fyrir Ísland. 

Uppfært 16.04.2012

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389