Fara í efni  

Fréttir um Landstólpann

Vincent, Una og Rósa taka við Landstólpanum

Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði er handhafi Landstólpans 2018

Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var á Laugarbakka miðvikudaginn 25. apríl, var Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, afhentur í áttunda sinn. Að þessu sinni hlaut Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði viðurkenninguna. Landstólpinn er veittur einstaklingi, fyrirtæki eða hóp/verkefni á vegum fyrirtækis eða einstaklinga, fyrir framtak sem vakið hefur jákvæða athygli á byggðamálum, landsbyggðinni í heild, eða einhverju tilteknu byggðarlagi og þannig aukið veg viðkomandi samfélags. Viðurkenningin er hvatning, hugmynd að baki er að efla skapandi hugsun og bjartsýni.
Lesa meira
Afhending Landstólpans 2017

Óskað eftir tillögum til Landstólpans 2018

Landstólpinn, Samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, er viðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega á ársfundi sínum. Viðurkenningin er hvatning, því hugmyndin að baki er að efla skapandi hugsun og bjartsýni.
Lesa meira
Herði afhentur Landstólpinn

Hörður Davíðsson í Efri-Vík er handhafi Landstólpans 2017

Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var í Miðgarði í Varmahlíð þriðjudaginn 25. apríl, var Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, afhentur í sjöunda sinn. Að þessu sinni hlaut athafnamaðurinn Hörður Davíðsson í Efri-Vík í Skaftárhreppi viðurkenninguna.
Lesa meira
Frá afhendingu Landstópans 2016

Landstólpinn – árleg viðurkenning Byggðastofnunar

Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn verður í Miðgarði í Varmahlíð þriðjudaginn 25. apríl n.k. verður í sjöunda sinn veitt viðurkenning undir heitinu „Landstólpinn – samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar“.
Lesa meira
Landstólpinn – árleg viðurkenning Byggðastofnunar

Landstólpinn – árleg viðurkenning Byggðastofnunar

Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn verður í Miðgarði í Varmahlíð föstudaginn 15. apríl n.k. verður í sjötta sinn veitt viðurkenning undir heitinu „Landstólpinn. Samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar“.
Lesa meira
Vilborg Arnarsdóttir hlaut Landstólpann 2015

Vilborg Arnarsdóttir frá Súðavík hlaut Landstólpann 2015

Vilborg Arnarsdóttir frá Súðavík hlaut Landstólpann, samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar, á ársfundi stofnunarinnar sem haldinn var í Vestmannaeyjum síðastliðinn föstudag. Viðurkenningin var veitt Vilborgu vegna þess mikla starfs sem hún hefur lagt í gerð Raggagarðs, fjölskyldugarðs í Súðavík.
Lesa meira
Frá afhengingu Landstólpans 2014

Óskað eftir tillögum til Landstólpans

Landstólpinn, Samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar er viðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega á ársfundi sínum. Viðurkenningin er hvatning, því hugmyndin að baki er að efla skapandi hugsun og bjartsýni.
Lesa meira
Árni Sigurbjörnsson tekur við Landstólpanum

Norðursigling á Húsavík hlýtur Landstólpann

Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn í dag í menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði. Á fundinum var Norðursiglingu og Herði og Árna Sigurbjarnarsonum á Húsavík veittur Landstólpinn fyrir uppbyggingu hvalaskoðunar á Húsavík.
Lesa meira
Þórður Tómasson tekur við Landstólpanum

Landstólpinn – samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar

„Landstólpinn. Samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar“ er árleg viðurkenning sem Byggðastofnun veitir á ársfundi sínum og var það gert í fyrsta sinn á ársfundi 2011. Þá hlaut Jón Jónsson þjóðfræðingur á Ströndum Landstólpann. Það er von okkar að viðurkenning sem þessi gefi jákvæða mynd af landsbyggðinni og af starfi stofnunarinnar. Viðurkenningin er hvatning og einskonar bjartsýnisverðlaun, því hugmynd að baki er að efla skapandi hugsun og bjartsýni.
Lesa meira
Þórður Tómasson tekur við Landstólpanum

Þórður Tómasson á Skógum er handhafi Landstólpans

Þórður Tómasson safnvörður og menningarfrömuður að Skógum undir Eyjafjöllum hlaut í dag, föstudaginn 5. apríl, Landstólpann, samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar. Viðurkenningin var afhent á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var í Miðgarði í Skagafirði.
Lesa meira
« 1 2

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389