Fara í efni  

Fréttir

Hagvöxtur landshluta 2012-2019

Hagvöxtur landshluta 2012-2019

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur tekið saman skýrslu um hagvöxt landshluta árin 2012-2019. Skýrslan nær til tímabilsins sem einkenndist af uppgangi eftir fjármálahrunið.
Lesa meira
Skjáskot úr mælaborði

Um 34% samdráttur atvinnutekna í ferðaþjónustu á árinu 2020

Upplýsingar um atvinnutekjur 2012-2020 eftir svæðum og atvinnugreinum hafa nú verið birtar í skýrslu og mælaborði. Heildaratvinnutekjur á árinu 2020 námu 1.332 milljörðum kr. sem var um 56 milljörðum kr. minna en árið 2019 eða sem nemur 4,0%. Árin þar á undan, eða frá 2012 til 2019 höfðu núvirtar atvinnutekjur á landinu öllu aukist um 458 milljarða kr. eða um 49,2%. Hlutfall atvinnutekna kvenna á landinu öllu var 41,1% á árinu 2020 sem er hækkun um 0,8 prósentustig frá 2019 og 2,1 prósentustig frá 2012. Á árinu 2020 drógust heildaratvinnutekjur saman í öllum landshlutum nema á Austurlandi þar sem varð 0,2% aukning. Lang mestur samdráttur í atvinnutekjum milli 2019 og 2020 varð á Suðurnesjum 12,1% en þar næst á Suðurlandi 4,4%.
Lesa meira
Sínum augum lítur hver á silfrið, lokaskýrsla

Sínum augum lítur hver á silfrið, lokaskýrsla

Skýrslan „Sínum augum lítur hver á silfrið“ eftir Vífil Karlsson og Sigurborgu Kr. Hannesdóttur er nú birt á heimasíðu SSV, en Byggðarannsóknasjóður styrkti þetta verkefni.
Lesa meira
Yfirlit bókhaldslegs aðskilnaðar Íslandspósts árið 2020

Yfirlit bókhaldslegs aðskilnaðar Íslandspósts árið 2020

Íslandspóstur ohf. (ÍSP) hefur í samræmi við ákvæði 19. gr. laga nr. 98/2019 um póstþjónustu og reglugerðar nr. 313/2005 um bókhaldslega og fjárhagslega aðgreiningu í rekstri póstrekenda afhent Byggðastofnun kostnaðarlíkan ásamt ítarlega sundurliðuðum bókhalds- og fjármálaupplýsingum vegna rekstrarársins 2020.
Lesa meira
Óli, Lilja og Hugrún Harpa.

„Byltingar og byggðaþróun“, skýrsla um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar komin út

Nú á dögunum kom út lokaskýrsla í verkefninu „Byltingar og byggðaþróun“. Verkefnið var unnið í samstarfi Þekkingarnets Þingeyinga og Nýheima þekkingarseturs og hlaut styrk úr Byggðarannsóknasjóði á síðasta ári.
Lesa meira
Þingeyri á aðventu

Hugur í íbúum við Dýrafjörð að nýta viðbótarár í verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar sem best

Fyrir skömmu tók stjórn Byggðastofnunar ákvörðun um að framlengja verkefnið Öll vötn til Dýrafjarðar um eitt ár, út árið 2022. Fulltrúar Byggðastofnunar í verkefnisstjórn sóttu Dýrfirðinga heim dagana 30. nóvember – 1. desember til að leggja á ráðin um hvernig nýta megi viðbótarár sem allra best í þágu byggðarlagsins. Tekin voru rýnihópaviðtöl þar sem rætt var við fulltrúa hópa um verkefnið til þessa, m.a. hvað hefði áunnist og hvað hefði mátt gera betur, auk þess sem rætt var um mögulegar áherslur og sóknarfæri á viðbótarári. Í rýnihópunum voru fulltrúar íbúa, fulltrúar elstu árganga ungmenna í grunnskólanum, fulltrúar styrkþega og stjórn íbúasamtaka. Einnig var fundur í stjórn Allra vatna til Dýrafjarðar þar sem hluti tímans var nýttur í rýnihópsviðtal en hluti í nánari umræður um stöðu verkefnisins og áherslur. Fulltrúar íbúa í verkefnisstjórn, þau Erna Höskuldsdóttir og Guðmundur Ólafsson leituðu til íbúa um þátttöku í rýnihópum og var þeim vel tekið í alla staði. Eiga þau og fulltrúar í rýnihópunum bestu þakkir skildar fyrir áhugann og framlag sitt til verkefnisins.
Lesa meira

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389