Fara í efni  

Fréttir

Dýrafjörður á júníkvöldi

Landsréttur staðfestir úthlutun aflamarks á Þingeyri

Síðastliðinn föstudag kvað Landsréttur upp dóm í máli sem höfðað var á hendur Íslenska ríkinu vegna úthlutunar Aflamarks Byggðastofnunar á Þingeyri i á árinu 2018.
Lesa meira
2nd prep call

Opið kall vegna undirbúningsverkefna í Norðurslóðaáætluninni

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um undirbúningsverkefni í Norðurslóðaáætluninni og er umsóknarfrestur til 8. mars nk. Verkefnin eru til að þróa verkefnahugmyndir, gera þarfagreiningar og byggja upp alþjóðlegt teymi verkefnisaðila og ætluð bæði reyndum og óreyndum aðilum á þessum vettvangi. Frekari upplýsingar eru á heimasíðu áætlunarinnar og hjá landstengilið hennar Reinhard Reynissyni á reinhard@byggdastofnn.is
Lesa meira
NORA auglýsir verkefnastyrki 2023, fyrri úthlutun

NORA auglýsir verkefnastyrki 2023, fyrri úthlutun

Markmið með starfi NORA (Norræna Atlantssamstarfsins) styrkir samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu. Ein leið að því markmiði er að veita verkefnastyrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, þ.e. Grænlands, Færeyja, strandhéraða Noregs. Nú er komið að fyrri úthlutun ársins 2023.
Lesa meira
Höfnin í Grímsey

Glæðum Grímsey á tímamótum

Lokaíbúafundur var haldinn í byggðaþróunarverkefninu Glæðum Grímsey þann 14. febrúar sl. Þar með var komið að þeim tímamótum að Byggðastofnun dró sig formlega í hlé úr verkefninu. Undirbúningur verkefnisins hófst á árinu 2015 og íbúaþing var haldið í apríl 2016. Verkefnið hefur hefur verið framlengt tvisvar sinnum. Það má með sanni segja að Grímseyingar hafi tekið höndum saman á verkefnistímanum og unnið að mörgum framfaramálum í eynni.
Lesa meira
Ákvörðun um endurgjald til handa Íslandspósti ohf. vegna alþjónustu á árinu 2022

Ákvörðun um endurgjald til handa Íslandspósti ohf. vegna alþjónustu á árinu 2022

Samkvæmt lögum nr. 98/2019 um póstþjónustu, eiga allir landsmenn rétt á alþjónustu sem uppfyllir tilteknar gæðakröfur og er á viðráðanlegu verði, sbr. 1. mgr. 9. gr. laganna. Samkvæmt 12. gr. sömu laga getur póstrekandi sem er útnefndur til að veita alþjónustu sótt um til Byggðastofnunar að honum verði með fjárframlögum tryggt sanngjarnt endurgjald fyrir þá starfsemi sem um ræðir ef að hann telur að alþjónusta sem honum er skylt að veita hafi í för með sér hreinan kostnað.
Lesa meira
Tólf verkefni fá 130 milljónir til að efla byggðir landsins

Tólf verkefni fá 130 milljónir til að efla byggðir landsins

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur úthlutað styrkjum að upphæð 130 milljónum króna til 12 verkefna á vegum sjö landshlutasamtaka sveitarfélaga. Styrkjunum er ætlað að efla byggðir landsins og er úthlutað til sértækra verkefna á sóknaráætlanasvæðum í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 (aðgerð C.1). Alls bárust 32 umsóknir um styrki að fjárhæð rúmar 857 m.kr. fyrir árið 2023.
Lesa meira
Flutningsjöfnunarstyrkir vegna sölu olíuvara fyrir árið 2022

Flutningsjöfnunarstyrkir vegna sölu olíuvara fyrir árið 2022

Byggðastofnun auglýsir eftir umsóknum um flutningsjöfnunarstyrki vegna sölu olíuvara til söluaðila sem starfrækja sölustaði á svæðum sem búa við skerta samkeppnisstöðu vegna landfræðilegra og lýðfræðilegra aðstæðna, skv. ákvæðum laga um svæðisbundna flutningsjöfnun, nr. 160/2011. Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2023 og verður ekki tekið á móti umsóknum eftir þann tíma.
Lesa meira
Nordregio kallar eftir öflugum fulltrúum Z kynslóðar

Nordregio kallar eftir öflugum fulltrúum Z kynslóðar

Ert þú á aldrinum 18-25 ára og með áhuga á byggðamálum? Nordregio og Norræna ráðherranefndin eru að setja á laggirnar nýtt tengslanet ungs fólks á Norðurlöndum og óska eftir þátttakendum. Hópurinn mun hittast á fimm vinnustofum á árinu 2023 til að ræða hvaða þættir skipti ungt fólk mestu máli þegar kemur að lífi í byggðum landsins.
Lesa meira
Opið fyrir styrkumsóknir vegna svæðisbundinnar flutningsjöfnunar

Opið fyrir styrkumsóknir vegna svæðisbundinnar flutningsjöfnunar

Nú hefur verið opnað fyrir styrkumsóknir vegna svæðisbundinnar flutningsjöfnunar. Lögbundinn lokafrestur umsókna vegna flutningskostnaðar árið 2022 er 31. mars 2023. Athugið að ekki er tekið við umsóknum sem berast eftir þann tíma.
Lesa meira

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389